Bleika slaufan 2022

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Sýnum lit - sýnum samstöðu

Í ár vekjum við athygli á að það er ýmislegt sem hver og einn getur gert til að draga úr líkum á krabbameinum. Sérstaklega minnum við á mikilvægi skimana fyrir krabbameinum. Ár hvert bjarga skimanir fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum lífi fjölda kvenna. Þau gætu þó verið fleiri því stór hópur mætir ekki reglulega í skimun. Við hvetjum konur til að bóka tíma þegar þær fá boð. Því fyrr sem krabbamein eða forstig þess greinist því betri eru horfurnar.


Með kaupum á Bleiku slaufunni átt þú þátt í að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra.


Takk fyrir stuðninginn. Þitt framlag skiptir máli.

Spila myndband Kaupa Bleiku slaufuna

6.115

er árlegur meðalfjöldi þeirra skipta sem ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita stuðning og ráðgjöf í viðtölum, tölvupóstum og símtölum.

870

er fjöldi þeirra kvenna sem greinist árlega með krabbamein hérlendis.

384

milljónum veitt úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins til 41 íslenskra krabbameinsrannsókna 2017-2022.

Vinir slaufunnar

Babyfoot fótameðferð

300 kr. af hverri seldri einingu af BabyFoot fótameðferð rennur til Bleiku Slaufunnar. 

TVG-Zimsen

TVG-Zimsen hafa styrkt Bleiku slaufuna í 14 ár með endurgjaldslausum flutningi á slaufum til landsins auk þess að flytja slaufur til söluaðila innanlands.

Hjá Höllu

Bjóða upp á rauðrófusafa sem er fallega bleikur á litinn og mun allur ágóði af sölu hans renna til Bleiku Slaufunnar.

Tertugallerý Myllunnar

Bjóða upp á nokkrar bleikar vörur og mun 15% af andvirði sölunnar renna til Bleiku slaufunnar.

Bagel n Co

Bagel n Co munu bjóða upp á bleika snúða á bleika deginum, 14. október, og mun allur ágóði af sölunni renna til Bleiku slaufunnar.

icepharma

Gefa Krabbameinsfélaginu 100 Camelbak brúsa með merki Bleiku slaufunnar sem seldir verða í vefverslun félagsins til styrktar átakinu.

stefánsbúð og linda loeskow - bleiki bolurinn

Bleiki bolurinn er samstarf Stefánsbúðar við Lindu Loeskow. Þetta er í þriðja sinn sem þau framleiða boli til að styrkja átakið.
Allur ágóði af sölu bolsins fer til styrktar Bleiku slaufunni.

handknattleiksdeild harðar - bleikar treyjur

Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði selur treyjur í samstarfi við Bleiku slaufuna og Sigurvon krabbameinsfélags, treyjan kostar 5.000 kr. og allur ágóðinn eða 2.500 kr. rennur til styrktar Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagsins Sigurvonar.

Dans og Jóga

Dans og Jóga Hjartastöðin verður með Bleikan dag til styrktar Bleiku slaufunnar laugardaginn 15. október 2022. Allir sem vilja koma til okkar þennan dag eru hvattir til að kaupa Bleika passann og nota hann sem aðgangseyri. Allar tekjur af sölu Bleika passans rennur beint til söfnunar Bleiku slaufunnar.

Hagkaup

Hagkaup er stoltur söluaðili Bleiku slaufunnar og styrkti átakið einnig með því að bjóða viðskiptavinum sínum í byrjun október að leggja söfnuninni lið í verslunum sínum. Viðskiptavininum var boðið að bæta 500 krónum við innkaup sín sem rann til söfnunarinnar og Hagkaup lagði til aðrar 500 krónur í mótframlagi.

Ásbjörn ólafsson

Í Bleikum október selur fyrirtækið Hoptomista og Teema vörur til styrktar Bleiku slaufunni, 20% af ágóða af þessum vörum í Iittalabúðinni og vefverslun Krabbameinsfélagsins renna til átaksins.

Gullið mitt

Gullið mitt gefur 20% af seldri básaleigu út október óháð tímabils til Bleiku slaufunar.

Sjá alla samstarfsaðila



Bleika slaufan 2022

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum.


Konur og krabbamein

Verum til í að fræðast og fá hagnýt ráð.

Skimanir skipta miklu máli

Ert þú meðvituð um mikilvægi krabbameinsskimana?

Þú getur dregið úr líkunum á krabbameini

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína

Þekkir þú einhvern með krabbamein?

Hvað getur þú gert þegar vinur, ættingi eða vinnufélagi greinist með krabbamein?

Hefur þú greinst með krabbamein?

Verum tilbúin að nýta ráðgjöf og upplýsingar sem geta gagnast okkur.  

Hefur þú misst ástvin úr krabbameini?

Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf?


Sögur kvenna

Kynnstu sögum 12 kvenna