Bleika slaufan 2021
Verum til fyrir konurnar í lífi okkar
Í ár er leggjum við áherslu á að vera til og mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þær konur sem greinast með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður. Verum tilbúin þegar á reynir. Við hjá Krabbameinsfélaginu erum tilbúin og erum til staðar þegar á þarf að halda, hvort sem þú hefur fengið krabbamein eða ert aðstandandi. Varst að greinast, ert í meðferð eða hefur lokið meðferð. Faglegur og félagslegur stuðningur sem Krabbameinsfélagið veitir er án endurgjalds.
Með kaupum á Bleiku slaufunni átt þú þátt í að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra.
Takk fyrir stuðninginn.
Þitt framlag skiptir máli.