Saman vinnum við að framförum
Á síðustu 50 árum hafa lífslíkur kvenna með krabbamein á Íslandi tvöfaldast og eru mjög góðar á heimsmælikvarða. Rannsóknir og öflugt vísindastarf eru grunnurinn að þessum góða árangri. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.
Með áframhaldandi rannsóknum getum við gert enn betur fyrir komandi kynslóðir.
Með kaupum á Bleiku slaufunni átt þú þátt í að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra.
Takk fyrir stuðninginn.
Þitt framlag skiptir máli.