Bleika slaufan 2022

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Sýnum lit - sýnum samstöðu

Í ár vekjum við athygli á að það er ýmislegt sem hver og einn getur gert til að draga úr líkum á krabbameinum. Sérstaklega minnum við á mikilvægi skimana fyrir krabbameinum. Ár hvert bjarga skimanir fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum lífi fjölda kvenna. Þau gætu þó verið fleiri því stór hópur mætir ekki reglulega í skimun. Við hvetjum konur til að bóka tíma þegar þær fá boð. Því fyrr sem krabbamein eða forstig þess greinist því betri eru horfurnar.


Með kaupum á Bleiku slaufunni átt þú þátt í að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra.


Takk fyrir stuðninginn. Þitt framlag skiptir máli.

Spila myndband Kaupa Bleiku slaufuna

6.115

er árlegur meðalfjöldi þeirra skipta sem ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita stuðning og ráðgjöf í viðtölum, tölvupóstum og símtölum.

870

er fjöldi þeirra kvenna sem greinist árlega með krabbamein hérlendis.

384

milljónum veitt úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins til 41 íslenskra krabbameinsrannsókna 2017-2022.

Vinir slaufunnar

Iceherbs

ICEHERBS styrkir Bleiku slaufuna og gefur 20% af söluverðmæti bleikra vara sem seldar verða í verslunum Hagaup og netverslun ICEHERBS í október.
Bleikar vörur eru Rauðrófur, Andoxun og Mjólkurþistill.

Bagel n Co

Bagel n Co munu bjóða upp á bleika snúða á bleika deginum, 14. október, og mun allur ágóði af sölunni renna til Bleiku slaufunnar.

bakarameistarinn

Bakarameistarinn lætur 15% af hverri seldri bleikri vöru renna til Bleiku slaufunnar 14. október og 15% af hverjum seldum bleikum skúffufleka rennur til Bleiku slaufunnar. 

Reykjavík Asian

Í október útbýr Reykjavík Asian þrjár gerðir af bleikum sushi-bökkum og gefur 10% af andvirði þeirra til Bleiku slaufunnar. Fáðu þér gómsætt sushi og styrktu með okkur gott málefni. 

Haustlaukakassar Eldblóma

20 stk af mismunandi haustlaukum, tvær tegundir bleikra páskalilja sem eru í óvanalegu formi, tvær tegundir túlípana í bleikum tónum, Parrot túlípanar og stærri „late-blooming” túlípanar.

Haustlaukarnir hafa verið valdir útfrá útliti og blómgunartíma en þeir munu springa út í fyrirfram ákveðinni röð. Þú velur skjólgóðan, sólríkan stað og setur þá niður sem fyrst, 15 cm niður og 3 cm á milli lauka.

:: Nánari upplýsingar

sætar syndir

Sérstakar bleikar bollakökur sem erum í boði allan október og fer 20% af andvirði bollakökunnar beint til Bleiku slaufunnar. 

Einnig verður til sölu sérstakur veislubakki í október og fer 10% af andvirði hans til Bleiku slaufunnar. Veislubakkinn inniheldur 2 litlar bollakökur, 2 makkarónur, karamellubita og konfektmola.

Nathan Olsen

Neutral gefur 15 kr. af hverri seldri Neutral vöru í Bónus í október til Bleiku slaufunnar.

Femarelle

300 kr. af hverjum seldum Femarelle® pakka í október rennur til Bleiku Slaufunnar.

Tertugallerý Myllunnar

Bjóða upp á nokkrar bleikar vörur og mun 15% af andvirði sölunnar renna til Bleiku slaufunnar.

Taktikal

Taktikal mun gefa 100 kr. af hverri rafrænni undirskrift framkvæmdri á bleika deginum 2022. Einnig mun Taktikal vekja athygli á málstaðnum með því að setja bleiku slaufuna og bleikan lit í viðmót hugbúnaðarlausna sinna á bleika deginum.

Emma Body Art

2.500 kr. af hverri nipplu götun dagana 10. - 14. október rennur til Bleiku slaufunnar.

Bleiku sokkarnir frá sockbox

Sockbox styrkja Bleiku slaufuna um 500 kr. að lágmarki af hverju sokkapari.

Sjá alla samstarfsaðilaBleika slaufan 2022

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum.


Konur og krabbamein

Verum til í að fræðast og fá hagnýt ráð.

Skimanir skipta miklu máli

Ert þú meðvituð um mikilvægi krabbameinsskimana?

Þú getur dregið úr líkunum á krabbameini

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína

Þekkir þú einhvern með krabbamein?

Hvað getur þú gert þegar vinur, ættingi eða vinnufélagi greinist með krabbamein?

Hefur þú greinst með krabbamein?

Verum tilbúin að nýta ráðgjöf og upplýsingar sem geta gagnast okkur.  

Hefur þú misst ástvin úr krabbameini?

Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf?


Sögur kvenna

Kynnstu sögum 12 kvenna