Verum bleik - fyrir
okkur öll
Bleiki dagurinn verður 20. október. Taktu daginn frá!
Josina Wilhelmina Bergsøe er skartgripahönnuður, rithöfundur og fyrirlesari með persónulega reynslu af langvinnum og síðbúnum aukaverkunum eftir krabbamein. Josina greindist með brjóstakrabbamein árið 2010 og hefur frá þeim tíma unnið markvisst að því að auka skilning á veruleika þeirra sem greinast með krabbamein. Hún hefur einnig verið ötul talskona þess að auka sýnileika sjúkdómsins í samfélaginu og breyta staðalímyndum um krabbameinssjúklinga. Við ræddum við Josinu um lífið eftir krabbamein, sem hún tekst á við af næmni og með húmor og lífsgleði að leiðarljósi.
Lesa meiraÞjóðin hefur lagst á eitt í söfnunarátaki Krabbameinsfélagsins í ár og í lok október afhentu forsvarsmenn Hagkaups ávísun upp á tvær milljónir króna sem söfnuðust til styrkar Bleiku slaufunni í verslunum fyrirtækis.
Lesa meiraSaman söfnuðu, Orkan og viðskiptavinir 2,2 milljónum króna handa Bleiku slaufunni. Söfnunin fór þannig fram að viðskiptavinir með skráðan Orkulykil í styrktarhópi Bleiku slaufunnar gáfu 1 krónu af sínum afslætti allan ársins hring og tvær krónur í október. Orkan jafnaði síðan upphæðina sem viðskiptavinir söfnuðu. Auk þess runnu 5 krónur af öllum seldum lítrum á Bleika daginn til átaksins.
Lesa meiraKatarzyna Leszczyńska greindist árið 2022 með krabbamein í eggjastokkum sem var búið að dreifa sér til annarra líffæra. Fyrst leið henni eins og best væri að takast á við veikindin ein og óstudd, en eftir aðgerðina leitaði hún til Krabbameinsfélagsins eftir aðstoð og segist eilíflega þakklát fyrir allt fólkið sem vinnur þar. Hún segir jafningjastuðning mikilvægan vegna þess að fólk sem þekki veikindin af eigin raun skilji betur upplifun þeirra sem eru að glíma við krabbamein.
Lesa meiraer árlegur meðalfjöldi þeirra skipta sem ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita stuðning og ráðgjöf.
er fjöldi þeirra kvenna sem greinist árlega með krabbamein hérlendis.
milljónum veitt úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins til 47 íslenskra krabbameinsrannsókna 2017-2023.
Verum til í að fræðast og fá hagnýt ráð.
Ert þú meðvituð um mikilvægi krabbameinsskimana?
Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína
Hvað getur þú gert þegar vinur, ættingi eða vinnufélagi greinist með krabbamein?
Verum tilbúin að nýta ráðgjöf og upplýsingar sem geta gagnast okkur.
Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf?
Kynnstu sögum 12 kvenna