Bleika slaufan 2021

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Verum til fyrir konurnar í lífi okkar

Í ár er leggjum við áherslu á að vera til og mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þær konur sem greinast með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður. Verum tilbúin þegar á reynir. Við hjá Krabbameinsfélaginu erum tilbúin og erum til staðar þegar á þarf að halda, hvort sem þú hefur fengið krabbamein eða ert aðstandandi. Varst að greinast, ert í meðferð eða hefur lokið meðferð. Faglegur og félagslegur stuðningur sem Krabbameinsfélagið veitir er án endurgjalds.


Með kaupum á Bleiku slaufunni átt þú þátt í að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra.


Takk fyrir stuðninginn. Þitt framlag skiptir máli.

Spila auglýsingu Bleika búðin

6.392

er árlegur meðalfjöldi þeirra skipta sem ráðgjafar okkar veita stuðning og ráðgjöf

10.300

konur eru í Vinkonuklúbbi Krabbameinsfélagsins

1.648

tóku þátt í Áttavitanum, rannsókn Krabbameinsfélagsins á reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein

Vinir slaufunnar

TePe tannhreinsivörur

Af hverri bleikri pakkningu styrkir TePe Bleiku slaufuna um 15 eða 50 krónur eftir vörutegund.  

Lindex

Lindex styrkir átakið um 10% af söluverðmæti Bleiku línunnar og um 10% af allri sölu verslana á Bleika daginn, föstudaginn 15. október. 

Bleikur Special K

100 krónur af hverjum bleikum Special K pakka sem selst í október rennur til Bleiku slaufunnar. 

Bleika sápan frá Urð

Urð styrkir Bleiku slaufuna um 600 krónur af hverri Brjóstvits sápu

Rejuvenating-Lip-Balm

Bláa Lónið

Bláa lónið lætur 1000 kr af verði Blue Lagoon Rejuvenating varasalva renna til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Femarelle

300 krónur af verði Femarelle renna til Bleiku slaufunnar í október.

Orkan

Orkan styður Bleiku slaufuna með Bleika Orkulyklinum og styrk vegna eldsneytiskaupa á Ofurdögum í Bleikum Október. Að auki renna 200 kr af hverjum seldum lítra af bleikum rúðuvökva til átaksins. 

Hopp

Hopp styrkja Bleiku slaufuna um 100 krónur af startgjaldi allra ferða á bleikum rafskútum í október. 

Nói Síríus

Nói Síríus styrkir Bleiku slaufuna um 20% af hverri pöntun af bleikum smástykkjum (330 stk) 

Vaxa

60 krónur af hverju seldu bleiku salatboxi í október renna til Bleiku slaufunnar.

Samhentir kassagerð

Samhentir selja bleiku hnífana úr Pink Spirit línunni sem er hluti af bleikum október í Þýskalandi og styrkja Bleiku slaufuna. 

Fasteignasalan torg

Fasteignasalan Torg styrkir Bleiku slaufuna um 10.000 kr fyrir hverja nýskráða eign í október

Sjá alla samstarfsaðilaBleika slaufan 2021

Hlín Reykdal , skartgripahönnuður hannar Bleiku slaufuna í ár. 


Konur og krabbamein

Verum til í að fræðast og fá hagnýt ráð.

Skimun

Verum til í að þekkja eðli og mikilvægi skimana.

Getur lífsstíllinn haft áhrif?

Verum til í að læra hvernig hægt er að draga úr líkum á krabbameinum. 

Þekkir þú einhvern með krabbamein?

Hvað getur þú gert þegar vinur, ættingi eða vinnufélagi greinist með krabbamein?

Hefur þú greinst með krabbamein?

Verum tilbúin að nýta ráðgjöf og upplýsingar sem geta gagnast okkur.  

Hefur þú misst ástvin úr krabbameini?

Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf?


Sögur kvenna

Kynnstu sögum 12 kvenna