Bleika slaufan 2022

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Sýnum lit - sýnum samstöðu

Í ár vekjum við athygli á að það er ýmislegt sem hver og einn getur gert til að draga úr líkum á krabbameinum. Sérstaklega minnum við á mikilvægi skimana fyrir krabbameinum. Ár hvert bjarga skimanir fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum lífi fjölda kvenna. Þau gætu þó verið fleiri því stór hópur mætir ekki reglulega í skimun. Við hvetjum konur til að bóka tíma þegar þær fá boð. Því fyrr sem krabbamein eða forstig þess greinist því betri eru horfurnar.


Með kaupum á Bleiku slaufunni átt þú þátt í að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra.


Takk fyrir stuðninginn. Þitt framlag skiptir máli.

Spila myndband Kaupa Bleiku slaufuna

6.115

er árlegur meðalfjöldi þeirra skipta sem ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita stuðning og ráðgjöf í viðtölum, tölvupóstum og símtölum.

870

er fjöldi þeirra kvenna sem greinist árlega með krabbamein hérlendis.

384

milljónum veitt úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins til 41 íslenskra krabbameinsrannsókna 2017-2022.

Vinir slaufunnar

Bleiki trefillinn frá Royal Blazer

Central Iceland

ROYAL BLAZER hannaði hágæða kasmír trefil með bleikri slaufu sem sló í gegn í fyrra. Nú hefur Rakel Ósk hannað húfu í stíl við trefilinn og verður hvorutveggja til sölu í ár. 50% af öllum ágóða trefilsins og húfunnar rennur til Bleiku slaufunnar.

Kakí Hafnarfirði

Styrkja Bleiku slaufuna um 500 kr. af hverju seldu lavender room spray frá Ilmur Ísland í október. Íslensk framleiðsla úr hágæða olíum, einstaklega róandi, bætir svefn og gefur góðan og ferskan ilm fyrir rúmfatnaðinn.

Emma Body Art

2.500 kr. af hverri nipplu götun dagana 10. - 14. október rennur til Bleiku slaufunnar.

partýbúðin

Allur söluágóði af bleiku skrauti dagana 10. - 14. október rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins.

Haustlaukakassar Eldblóma

20 stk af mismunandi haustlaukum, tvær tegundir bleikra páskalilja sem eru í óvanalegu formi, tvær tegundir túlípana í bleikum tónum, Parrot túlípanar og stærri „late-blooming” túlípanar.

Haustlaukarnir hafa verið valdir útfrá útliti og blómgunartíma en þeir munu springa út í fyrirfram ákveðinni röð. Þú velur skjólgóðan, sólríkan stað og setur þá niður sem fyrst, 15 cm niður og 3 cm á milli lauka.

:: Nánari upplýsingar

ChitoCare Beauty

Styrkir Bleiku slaufuna um 350 krónur af hverju seldu ChitoCare beauty Face Cream og hverri seldri Andlitstvennu í október.

Curvy

15% af sölu allra bleikra vara rennur til Bleiku slaufunnar.

Babyfoot fótameðferð

300 kr. af hverri seldri einingu af BabyFoot fótameðferð rennur til Bleiku Slaufunnar. 

Kramhúsið

Við dönsum og styrkjum Krabbameinsfélagið föstudaginn 14. október. Margrét Erla Maack leiðir tímana. Bossaskvettur, streitulosun og glæsilegur upptaktur fyrir helgina. Tíminn kostar 2.900 kr. og rennur allur ágóði tímans til Krabbameinsfélagsins.

Bagel n Co

Bagel n Co munu bjóða upp á bleika snúða á bleika deginum, 14. október, og mun allur ágóði af sölunni renna til Bleiku slaufunnar.

Centerhotels

Center Hotels styrkir Bleiku slaufuna með því að láta 50% af andvirði aðgangseyris í heilsulindirnar að Þingholti by Center Hotels og Miðgarði by Center Hotels dagana 8.- 14. október 2022.  Í heilsulindunum eru heitir pottar, gufubað, hvíldarrými og líkamsræktaraðstaða ásamt búningsklefum. Gestir heilsulindanna fá afnot af innskóm, baðsloppum og handklæði á meðan á dvöl stendur. Aðgangur að heilsulindunum er á 4500 kr. á mann og opið er alla daga frá 07:00 til 22:00. 

Feel iceland

30% af öllum vörum Feel Iceland á öllum sölustöðum og vefsíðu Feel Iceland á Bleika deginum.

50% af Age Rewind – Skin Therapy hylkjum á vefsíðu Feel Iceland dagana 1.-31. október.

Sjá alla samstarfsaðilaBleika slaufan 2022

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum.


Konur og krabbamein

Verum til í að fræðast og fá hagnýt ráð.

Skimanir skipta miklu máli

Ert þú meðvituð um mikilvægi krabbameinsskimana?

Þú getur dregið úr líkunum á krabbameini

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína

Þekkir þú einhvern með krabbamein?

Hvað getur þú gert þegar vinur, ættingi eða vinnufélagi greinist með krabbamein?

Hefur þú greinst með krabbamein?

Verum tilbúin að nýta ráðgjöf og upplýsingar sem geta gagnast okkur.  

Hefur þú misst ástvin úr krabbameini?

Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf?


Sögur kvenna

Kynnstu sögum 12 kvenna