Verum bleik - fyrir
okkur öll

Sögur kvenna eru viðtöl við konur sem greinst hafa með krabbamein sem miðla sinni sögu með það að leiðarljósi að aðstoða aðrar konur í sömu sporum. Einlægar og upplýsandi frásagnir hvernig er að ganga í gegnum krabbameinsmeðferðir og mikilvægi vinahópa og aðstandenda í því ferli. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni. Sýnum samstöðu gegn krabbameinum í konum og verum bleik í október. Verum bleik – fyrir okkur öll.
Spila auglýsingu

Bleiki dagurinn verður 20. október. Taktu daginn frá!

00 Dagar
00 Klukkustundir
00 Mínútur
00 Sekúndur

Bleikar fréttir

8. nóvember 2023 : Við þurfum að þora að stíga fram og segja frá því hvernig okkur líður

Josina Wilhelmina Bergsøe er skartgripahönnuður, rithöfundur og fyrirlesari með persónulega reynslu af langvinnum og síðbúnum aukaverkunum eftir krabbamein. Josina greindist með brjóstakrabbamein árið 2010 og hefur frá þeim tíma unnið markvisst að því að auka skilning á veruleika þeirra sem greinast með krabbamein. Hún hefur einnig verið ötul talskona þess að auka sýnileika sjúkdómsins í samfélaginu og breyta staðalímyndum um krabbameinssjúklinga. Við ræddum við Josinu um lífið eftir krabbamein, sem hún tekst á við af næmni og með húmor og lífsgleði að leiðarljósi.

Lesa meira

8. nóvember 2023 : Hagkaup styrkir Bleiku slaufuna um 2 milljónir

Þjóðin hef­ur lagst á eitt í söfn­un­ar­átaki Krabba­meins­fé­lags­ins í ár og í lok október af­hentu for­svars­menn Hag­kaups ávís­un upp á tvær millj­ón­ir króna sem söfnuðust til styrkar Bleiku slaufunni í versl­un­um fyr­ir­tæk­is.

Lesa meira

8. nóvember 2023 : 2,2 milljónir frá Orkunni til Bleiku slaufunnar

Saman söfnuðu, Orkan og viðskiptavinir 2,2 milljónum króna handa Bleiku slaufunni. Söfnunin fór þannig fram að viðskiptavinir með skráðan Orkulykil í styrktarhópi Bleiku slaufunnar gáfu 1 krónu af sínum afslætti allan ársins hring og tvær krónur í október. Orkan jafnaði síðan upphæðina sem viðskiptavinir söfnuðu. Auk þess runnu 5 krónur af öllum seldum lítrum á Bleika daginn til átaksins.

Lesa meira

30. október 2023 : Saga Katarzynu Leszczyńska - Samstaðan þýðir fyrir mig frelsi frá þessum veikindum

Katarzyna Leszczyńska greindist árið 2022 með krabbamein í eggjastokkum sem var búið að dreifa sér til annarra líffæra. Fyrst leið henni eins og best væri að takast á við veikindin ein og óstudd, en eftir aðgerðina leitaði hún til Krabbameinsfélagsins eftir aðstoð og segist eilíflega þakklát fyrir allt fólkið sem vinnur þar. Hún segir jafningjastuðning mikilvægan vegna þess að fólk sem þekki veikindin af eigin raun skilji betur upplifun þeirra sem eru að glíma við krabbamein.

Lesa meira

Sjá allar fréttir og viðburði


6.115

er árlegur meðalfjöldi þeirra skipta sem ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita stuðning og ráðgjöf.

916

er fjöldi þeirra kvenna sem greinist árlega með krabbamein hérlendis.

455

milljónum veitt úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins til 47 íslenskra krabbameinsrannsókna 2017-2023.

Stöndum saman og virkjum vináttuna!

Vilt þú vinna vinkonuferð í Bláa lónið?
Þátttaka kvenna á Íslandi í skimun fyrir krabbameinum hefur minnkað síðustu ár og hvetjum við ykkur til að fá vinkonur ykkar til að mæta í skimun. Því eitt er víst að samstöðukraftur kvenna er magnaður. Það sýna vinkonuhópar sem halda hópinn, jafnvel svo áratugum skiptir, í gegnum súrt og sætt, veita ómetanlegan stuðning á erfiðum stundum og hvatningu þegar á þarf að halda. Skráðu þig í vinkonuklúbb Bleiku slaufunnar og ein heppin vinkona verður dregin út og getur unnið ferð í Bláa Lónið ásamt flotmeðferð og flothettu fyrir 6 vinkonur!


Skráðu þig

Bleika slaufan 2023

Bleika slaufan í ár hönnuð af gullsmíðameisturunum Lovísu Halldórsdóttur Olesen og Unni Eir Björnsdóttur


Vinir slaufunnar

Femarelle

300 kr. af hverjum seldum Femarelle pakka í október rennur til styrktar Bleiku slaufunnar

Henson

Hluti af söluvirði bleiks fatnaðar rennur til Bleiku slaufunnar í október.

Samskip

Samskip selur Bleiku slaufuna og styrkir félagið til viðbótar fyrir hverja selda slaufu. Haldinn verður sérstakur viðburður fyrir starfsfólk til að vekja athygli á átakinu.

Curvy

Bleiki dagurinn í október er fastur liður hjá okkur í Curvy!! Við leggjum að sjálfsögðu átakinu lið og mun 15% af sölu á öllum bleikum vörum í Curvy renna til bleiku slaufunnar og krabbameins félagsins.

Betra kynlíf, kynfræðsla fyrir fullorðna

Betra kynlíf, kynfræðsla fyrir fullorðna, gefur 50% afslátt af mánaðarlegu áskriftargjaldi nýrra áskrifenda af tilefni Bleiku Slaufunnar með kóðanum: bleikaslaufan. Öll innkoma af nýjum áskriftum í október renna beint til Bleiku Slaufunnar.

Hafsport

Af hverjum seldum bleikum sundbol rennur 20% af til Bleiku slaufunnar.

TVG-Zimsen

TVG-Zimsen hafa styrkt Bleiku slaufuna í 15 ár með endurgjaldslausum flutningi á slaufum til landsins auk þess að flytja slaufur til söluaðila innanlands.

Farver

Í október renna 15% af söluandvirði af öllum bleikum litum og Ninja málningarpenslum til Bleiku slaufunnar.

Hjá Höllu

Bjóða upp á rauðrófusafa sem er fallega bleikur á litinn og mun allur ágóði af sölu hans renna til Bleiku slaufunnar í október.

Babyfoot fótameðferð

300 kr. af hverri seldri einingu af BabyFoot fótameðferð rennur til Bleiku Slaufunnar. 

Timberland

20% af andvirði Timberland Boots sem seldir eru á Bleika deginum, föstudaginn 20. október, renna til átaks Bleiku slaufunnar.

ChitoCare Beauty

Styrkir Bleiku slaufuna um 350 krónur af hverju seldu ChitoCare beauty Face Cream og hverri seldri Andlitstvennu í október.

Sjá alla samstarfsaðila


Konur og krabbamein

Verum til í að fræðast og fá hagnýt ráð.

Skimanir skipta miklu máli

Ert þú meðvituð um mikilvægi krabbameinsskimana?

Þú getur dregið úr líkunum á krabbameini

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína

Þekkir þú einhvern með krabbamein?

Hvað getur þú gert þegar vinur, ættingi eða vinnufélagi greinist með krabbamein?

Hefur þú greinst með krabbamein?

Verum tilbúin að nýta ráðgjöf og upplýsingar sem geta gagnast okkur.  

Hefur þú misst ástvin úr krabbameini?

Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf?


Sögur kvenna

Kynnstu sögum 12 kvenna