Bleika slaufan 2022

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Sýnum lit - sýnum samstöðu

Í ár vekjum við athygli á að það er ýmislegt sem hver og einn getur gert til að draga úr líkum á krabbameinum. Sérstaklega minnum við á mikilvægi skimana fyrir krabbameinum. Ár hvert bjarga skimanir fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum lífi fjölda kvenna. Þau gætu þó verið fleiri því stór hópur mætir ekki reglulega í skimun. Við hvetjum konur til að bóka tíma þegar þær fá boð. Því fyrr sem krabbamein eða forstig þess greinist því betri eru horfurnar.


Með kaupum á Bleiku slaufunni átt þú þátt í að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra.


Takk fyrir stuðninginn. Þitt framlag skiptir máli.

Spila myndband Kaupa Bleiku slaufuna

6.115

er árlegur meðalfjöldi þeirra skipta sem ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita stuðning og ráðgjöf í viðtölum, tölvupóstum og símtölum.

870

er fjöldi þeirra kvenna sem greinist árlega með krabbamein hérlendis.

384

milljónum veitt úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins til 41 íslenskra krabbameinsrannsókna 2017-2022.

Vinir slaufunnar

Bleiku sokkarnir frá sockbox

Sockbox styrkja Bleiku slaufuna um 500 kr. að lágmarki af hverju sokkapari.

Epal

20% af söluvirði bleikra Frederik Bagger vara renna til Bleiku slaufunnar í október.

Móri - Heimili dýranna

Móri styrkir Bleiku slaufuna með því að gefa 15% af söluandvirði af öllum keyptum Tweed slaufum í október. 
Slaufurnar koma í fjórum fallegum litum. 

Hildur Hafstein

Hildur Hafstein styrkir árlegt átak Bleiku Slaufunnar að þessu sinni með armbandi úr bleikum rose quartz og gullhúðuðu sterling silfri. Rose quartz er steinn ástarinnar. Hann veitir ró, slökun og stuðlar að innri frið, eflir jákvæðni og laðar að hamingjuna.


Verð armbandsins er 8.900 kr og rennur hluti söluverðs til Krabbameinsfélagsins.

Bleiki trefillinn frá Royal Blazer

Central Iceland

ROYAL BLAZER hannaði hágæða kasmír trefil með bleikri slaufu sem sló í gegn í fyrra. Nú hefur Rakel Ósk hannað húfu í stíl við trefilinn og verður hvorutveggja til sölu í ár. 50% af öllum ágóða trefilsins og húfunnar rennur til Bleiku slaufunnar.

Blank Reykjavík

Í tilefni af bleikum október ætlar Blank Reykjavík að láta 15% af sölu allra bleikra sængurverasetta frá Sekan Studio renna til Bleiku slaufunnar. 

Bagel n Co

Bagel n Co munu bjóða upp á bleika snúða á bleika deginum, 14. október, og mun allur ágóði af sölunni renna til Bleiku slaufunnar.

TVG-Zimsen

TVG-Zimsen hafa styrkt Bleiku slaufuna í 14 ár með endurgjaldslausum flutningi á slaufum til landsins auk þess að flytja slaufur til söluaðila innanlands.

Heimadekur

Heimadekur.is styrkir bleiku slaufuna um 10% af söluandvirði bleikra vara í október.

Húsasmiðjan og blómaval

Bleika októberstjarnan er til sölu í öllum verslunum Blómavals og Húsasmiðjunnar um land allt. Októberstjarnan er fagur bleikt afbrigði af hinni klassísku jólastjörnu sem ræktað er til stuðnings Bleiku slaufunnar.

„Við hvetjum fólk til að lífga upp á bæði heimili og vinnustaði með þessu fallega, skærbleika blómi og styrkja um leið mikilvægt átak sem snertir okkur öll,“ segir Diana Allansdóttir, deildarstjóri hjá Blómaval, og bætir við að salan hafi aukist ár frá ári og að þau reikni með að selja á bilinu 1-2.000 októberstjörnur á meðan birgðir endast í október.

Feel iceland

30% af öllum vörum Feel Iceland á öllum sölustöðum og vefsíðu Feel Iceland á Bleika deginum.

50% af Age Rewind – Skin Therapy hylkjum á vefsíðu Feel Iceland dagana 1.-31. október.

Reykjavík Asian

Í október útbýr Reykjavík Asian þrjár gerðir af bleikum sushi-bökkum og gefur 10% af andvirði þeirra til Bleiku slaufunnar. Fáðu þér gómsætt sushi og styrktu með okkur gott málefni. 

Sjá alla samstarfsaðilaBleika slaufan 2022

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum.


Konur og krabbamein

Verum til í að fræðast og fá hagnýt ráð.

Skimanir skipta miklu máli

Ert þú meðvituð um mikilvægi krabbameinsskimana?

Þú getur dregið úr líkunum á krabbameini

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína

Þekkir þú einhvern með krabbamein?

Hvað getur þú gert þegar vinur, ættingi eða vinnufélagi greinist með krabbamein?

Hefur þú greinst með krabbamein?

Verum tilbúin að nýta ráðgjöf og upplýsingar sem geta gagnast okkur.  

Hefur þú misst ástvin úr krabbameini?

Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf?


Sögur kvenna

Kynnstu sögum 12 kvenna