Hefur þú misst ástvin úr krabbameini?

Krabbameinsfélagið býður upp á einstaklingsviðtöl, hópstuðning, upplýsingar og námskeið þér að kostnaðarlausu. Við vinnum einnig náið með stuðningsfélögum um sorg og sorgarviðbrögð.


Hefur þú þörf fyrir stuðning og spjall?

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern nákominn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. 

Lesa meira

Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf í þínum aðstæðum?

Við bjóðum upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun, ýmis námskeið og hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks sem hefur misst ástvin, svo sem möguleika á endurgreiðslu kostnaðar eða réttindi á vinnumarkaði og hvernig eigi að bera sig að til að tryggja slík réttindi. 

Lesa meira

Viltu hitta einhvern sem er í svipuðum sporum og þú?

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Lesa meira

Viltu koma á námskeið og fyrirlestra sem upplýsa, efla og styrkja?

Við bjóðum upp á fjölda námskeiða og fyrirlestra  sem hafa að markmiði að mæta þörfum þess breiða hóps sem til Krabbameinsfélagsins leitar. 

Lesa meira

Vantar þig upplýsingar tengdar vinnu, fjárhag og réttindum?

Hjá Ráðgjafarþjónustunni veitum við ráðgjöf og upplýsingar um réttindi á vinnumarkaði, fjármál og félagsleg réttindi.

Lesa meira

Viltu ráðgjöf varðandi samskipti við börn sem aðstandendur?

Við getum lagt þér lið og veitt þér ráðgjöf varðandi upplýsingar og samskipti við börn hafa misst foreldri eða annan ástvin.  

Lesa meira