Fyrirtækjastyrkir

Vertu með - saman náum við árangri!

Ekkert nema ímyndunaraflið getur takmarkað það sem fyrirtæki geta gert til að taka þátt í Bleikum október og vekja þannig athygli á átakinu Bleiku slaufunni. Söfnunarfé fjármagnar vísindastarf, fræðslu, forvarnir og ókeypis ráðgjöf og stuðning til krabbameinsgreindra og aðstandenda.

Við fögnum öllum stuðningi við málstaðinn og óskum eftir að fyrirtæki láti okkur vita með tölvupósti á bleikaslaufan@krabb.is til þess að við getum skráð framlag þeirra. Þau fyrirtæki sem vilja merkja vörur sínar með Bleiku slaufunni geta gert einfaldan samning um notkun vörumerkisins með því að hafa samband við fjáröflunardeild á sama netfangi.

Í bleikum október geta fyrirtæki verið með í að veita viðskiptavinum sínum upplifun eða veitt þeim tækifæri til að styðja við Bleika slaufuna með kaup á vörum sem fyrirtækið selur með því að láta ákveðna upphæð af hverri seldri vöru til Bleiku slaufu verkefnisins. 

Samkvæmt könnun sem MASKÍNA gerði fyrir Krabbameinsfélagið í apríl 2021 eru 80% þeirra sem svöruðu líklegri til að kaupa vöru þar sem hluti af söluandvirðinu rennur til Krabbameinsfélagsins ef um er að ræða val á milli tveggja sambærilegra vara á sambærilegu verði.


Einn af hverjum þremur getur átt von á að greinast með krabbamein á ævinni. Þorri almennings þekkir þess vegna því miður alltof vel glímuna við krabbamein. Þess vegna viljum við bjóða sem flestum að sýna stuðning sinn og styrkja átakið með fjölbreyttum hætti, til dæmis í samstarfi við fyrirtækin í landinu. Þannig safnast margt saman og við getum fjármagnað mikilvæg verkefni og þjónustu fyrir þá sem þurfa á því að halda. 

Bleiki mánuðurinn er kjörið tækifæri til að fá jákvæða athygli og láta gott af sér leiða í leiðinni fyrir fyrirtæki í landinu. Í bleikum október og á Bleika deginum sem verður haldinn föstudaginn 20. október 2023 eru möguleikarnir á viðburðum óendanlegir. Hér eru nokkrar hugmyndir:

Selja valdar vörur eða þjónustu

JogurtFyrirtæki geta valið að selja ákveðna vöru/r eða þjónustu og gefið hluta af veltu eða ágóða til Bleiku slaufunnar. Þetta geta verið vörur eða þjónusta sem eru þegar til staðar eða einhver nýjung. Mörg fyrirtæki gera samstarfssamninga við Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni á hverju ári. Sem dæmi um fyrirtæki sem starfað hafa með félaginu eru Hunt's, Max1, Bláa Lónið, Heilsa, Penninn o.fl.

Gefið hluta af veltu dagsins til átaksins

PinkhjartaFyrirtæki og félög geta valið að gefa hluta af veltu Bleika dagsins (föstudaginn 22. október) eða Bleika mánaðarins (allur október) til átaksins. Ef ykkur langar að vera með skemmtilegan viðburð, hafðu samband við Kynningar-og fjáröflunardeild Krabbameinsfélagsins á netfangið bleikaslaufan@krabb.is eða í síma 540 1900.

Gefið fasta upphæð fyrir hverja afgreiðslu eða ferð

Stakt-framlagFyrirtækið gæti gefið fasta upphæð fyrir hverja færslu, afgreiðslu eða hverja ferð. 

Bleikt boð eða viðburður

Fyrirtæki geta skipulagt bleikan viðburð til styrktar Bleiku slaufunni. Sem dæmi má nefna; bleik tískusýning, tónleikar, gönguferð, hjólatúr, partý eða íþróttatími. Fyrirtæki bjóða viðskiptavinum að njóta viðburðsins en framlög viðskiptavina renna til Bleiku slaufunnar. Starfsmannafélög geta einnig lagt sitt af mörkum með því að halda t.d. kökubasar eða uppboð.

Veitingastaðir og kaffihús

HnifaporFyrirtæki sem selja veitingar gætu boðið upp á bleikan matseðil þar sem föst upphæð rennur til Bleiku slaufunnar. Veitingastaðir og kaffihús geta einnig haldið Bleika daginn hátíðlegan með því að láta hluta af veltu renna til Bleiku slaufunnar.

Skreyta fyrirtækið bleikt

BlodrurFyrirtæki geta vakið athygli á átakinu með því að skreyta fyrirtækið með flöggum, blöðrum og borðum merktu bleiku slaufunni. 

Stakt framlag

Fyrirtæki geta styrkt með stöku framlagi. Allar nánari upplýsingar er að finna hér.