Viltu vera vinkona?

Mundu að þú ert ekki ein, komdu í Vinkonuklúbb Krabbameinsfélagsins.

Síðustu tvö ár höfum við fengið vinkonuhópa landsins með okkur í lið til að auka þátttöku í skimun. Okkur hefur tekist vel til og er þátttaka í skimun nú miklu betri en hún hefur verið.

Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi krabbameinsrannsókna en þær forsenda framfara. Góður árangur hefur náðst því lífslíkur hafa tvöfaldast á síðustu árum og dánartíðni kvenna af völdum krabbameina hefur lækkað um 35%.

Vinkonuklúbbur Krabbameinsfélagsins hefur fengið frábærar viðtökur frá því honum var ýtt úr vör árið 2018 og við viljum auðvitað fá allar konur til að vera með og gerast vinkona. Sem vinkona ertu liðsmaður okkar í baráttunni gegn krabbameinum og þiggur boð um hagnýtan fróðleik og upplýsingar um viðburði sem við hvetjum þig til að deila sem víðast. Þú munt fá tölvupóst tvisvar til fjórum sinnum yfir árið.

Skráðu þig í Vinkonuklúbbinn

Í fyrra voru það ríflega 4.000 konur sem skráðu sig í klúbbinn og tók þátt í léttum leik með okkur. Dregið var úr nöfnum þeirra sem skráðu sig og það var hin ljónheppna Bergljót Inga Kvaran sem fékk glæsilegan vinning frá Bláa lóninu: Dekur í Retreat Spa fyrir sex og óvissuferð á Lava Restaurant, veitingastað Bláa Lónsins. 

Við munum einnig standa fyrir skemmtilegum leik í Bleiku slaufunni 2020 og nánari upplýsingar um það verða kynntar á næstunni.

Að sjálfsögðu er svo hægt að skrá sig í vinkonuklúbbinn allt árið um kring!


Til að fyrirbyggja ruslpóst: