Viltu vera vinkona?

Mundu að þú ert ekki ein, komdu í Vinkonuklúbb Krabbameinsfélagsins.

Í fyrra fengum við vinkonuhópa landsins með okkur í lið til að auka þátttöku í skimun. Okkur tókst ætlunarverkið. Þátttaka í skimun í ár er miklu betri en hún var í fyrra.

Í ár leggjum við áherslu á það að stuðningur skiptir máli með átakinu Mundu að þú ert ekki ein. Vegna mikillar þátttöku vinkvennahópa í fyrra stofnum við Vinkonuklúbb Krabbameinsfélagsins og bjóðum þér og vinkonum þínum að vera með. Sem vinkona ertu liðsmaður okkar í baráttunni gegn krabbameinum og þiggur boð um hagnýtan fróðleik og upplýsingar um viðburði sem við hvetjum þig til að deila sem víðast. Þú munt fá tölvupóst tvisvar til fjórum sinnum yfir árið.

Skráðu þig í Vinkonuklúbbinn

Í dag var dregið úr nöfnum ríflega 4.000 kvenna sem skráðu sig í klúbbinn núna í október og tóku þátt í léttum leik með okkur. Sú heppna heitir Bergljót Inga Kvaran og fær hún glæsilegan vinning frá Bláa lóninu: Dekur í Retreat Spa fyrir sex og óvissuferð á Lava Restaurant, veitingastað Bláa Lónsins. 

Að sjálfsögðu verður áfram hægt að skrá sig í Vinkonuklúbbinn þótt þessum leik sé lokið.


Til að fyrirbyggja ruslpóst: