Viltu vera vinkona?

Vinkonur eru dýrmætar, komdu í Vinkonuklúbb Bleiku slaufunnar.

Vinkonuklúbbur Bleiku slaufunnar hefur fengið frábærar viðtökur frá því honum var ýtt úr vör fyrir tveimur árum og eru vinkonurnar nú um 10.000 talsins. Í upphafi var áherslan á að hvetja vinkonurnar til þátttöku í skimun og skilaði það góðum árangri. Einnig fá vinkonurnar upplýsingar um ýmislegt sem hægt er að gera til að bæta almenna heilsu og draga úr líkum á krabbameinum. 

Við munum halda áfram að miðla fræðslumolum og hvetja konurnar sem þegar eru í klúbbnum til heilsusamlegra lífshátta um leið og við bjóðum nýjum vinkonum í klúbbinn.  

Skráðu þig í Vinkonuklúbbinn

Sem vinkona þiggur þú tölvupósta nokkrum sinnum á ári með fróðleik og hvatningu. Þannig ertu liðsmaður í baráttunni gegn krabbameinum. 

Þriðja árið í röð ár viljum við gleðja vinkonu, nú með glæsilegum Meraki húðvörupakka. Dregnar verða út nokkrar vinkonur, annars vegar úr þeim sem fyrir eru í hópnum og hinsvegar nýjum vinkonum.Til að fyrirbyggja ruslpóst: