Þú getur dregið úr líkunum á krabbameinum!

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína


bleika slaufan 2018

Tólf ráð til að draga úr líkum á krabbameini

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópsku krabbameinssamtökin (ECL) hafa sett fram eftirfarandi ráðleggingar um lífsstíl til að draga úr líkum á krabbameini. Ráðleggingarnar byggjast á niðurstöðum umfangsmikilla rannsókna.

Lesa meira

Svefninn skiptir máli

Svefn hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar og þar með á lífsgæðin. Margir þættir geta haft áhrif á svefngæði og svefnlengd eins og of mikil tölvu- og snjallsímanotkun, annríki, streita og sjúkdómar. Hér koma nokkur ráð til að stuðla að bættum svefni.

Lesa meira

Lífsstíll og brjóstakrabbamein

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og hafa lífshorfur batnað verulega undanfarin ár. Á hverju ári greinast að meðaltali um 260 konur með brjóstakrabbamein. Brjóstakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem skimað er fyrir með skipulagðri hópleit. Einnig er mikilvægt að skoða sjálf brjóstin. Hér eru leiðbeiningar um sjálfsskoðun brjósta .

Lesa meira
Lungnamynd

Lífsstíll og lungnakrabbamein

Lungnakrabbamein er næst algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi. Á hverju ári greinast um 97 konur með sjúkdóminn. Um 90% lungnakrabbameina orsakast af tóbaksreykingum og því er þetta sjúkdómur sem ætti að vera hægt að koma í veg fyrir að mestu leyti. Mikið er í húfi því lungnakrabbamein veldur flestum dauðsföllum vegna krabbameins, bæði hjá körlum og konum.

Lesa meira

Lífsstíll og ristilkrabbamein

Krabbamein í ristli og endaþarmi, oft kallað ristilkrabbamein til einföldunar, er þriðja algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi. Á hverju ári greinast um 90 konur á Íslandi með krabbamein í ristli og endaþarmi. Meðalaldur við greiningu er um 70 ár. Almennt eru horfur þeirra sem greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi góðar. Ef krabbameinið uppgötvast snemma er langoftast hægt að fjarlægja það með skurðaðgerð. Við árslok 2020 voru 728 konur á lífi með ristilkrabbamein.

Lesa meira

Lífsstíll og eggjastokka­krabbamein

Samkvæmt skýrslu frá Alþjóðakrabbameins- rannsóknarsjóðnum sem byggir á yfirferð fjölda rannsókna eru fáir lífsstílsþættir sem geta haft áhrif á líkurnar á að fá eggjastokka­krabbameini.

Lesa meira

Lífsstíll og legbolskrabbamein

Samkvæmt skýrslu frá Alþjóðakrabbameins-rannsóknarsjóðnum sem byggir á yfirferð fjölda rannsókna þá eru nokkrir lífsstílsþættir sem geta haft áhrif á myndun legbols­krabbameins staðfestir. 

Lesa meira

Lífsstíll og leghálskrabbamein

Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna.
Þetta er einnig eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru þekktar en HPV-veirur (human
papillomavirus) sem smitast við kynlíf valda sjúkdómnum í 99% tilfella.

Lesa meira