Tólf ráð til að draga úr líkum á krabbameini

  • bleika slaufan 2018

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópsku krabbameinssamtökin (ECL) hafa sett fram eftirfarandi ráðleggingar um lífsstíl til að draga úr líkum á krabbameini. Ráðleggingarnar byggjast á niðurstöðum umfangsmikilla rannsókna.

Ráðleggingarnar eru:

  • Reykjum hvorki né neytum tóbaks 
  • Forðumst óbeinar reykingar
  • Stefnum að hæfilegri líkamsþyngd
  • Hreyfum okkur daglega og höldum kyrrsetu í lágmarki
  • Verum meðvituð um að fæðuval skiptir máli:
    • Borðum ríflega af heilkornavörum, baunum, grænmeti og ávöxtum
    • Takmörkum neyslu á rauðu kjöti
    • Forðumst unnar kjötvörur
    • Forðumst sykraða drykki
  • Neytum áfengis í hófi eða sleppum því
  • Fylgjum leiðbeiningum um sólarvarnir og forðumst ljósabekki
  • Brjóstagjöf dregur úr líkum á brjóstakrabbameini
  • Þiggjum boð í skimanir og bólusetningu gegn HPV-veirum
  • Takmörkum notkun tíðahvarfahormóna ef hægt er 

Hægt er að skoða hverja ráðleggingu fyrir sig betur hér .