• Slaufan 2018

Um átakið

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Vinahópar skipta máli

Í Bleiku slaufunni í ár viljum við taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.

Skimað er fyrir leghálskrabbameini hjá konum á aldrinum 23-65 ára á þriggja ára skimað er fyrir krabbameini í brjóstum hjá konum á aldrinum 40-69 ára, á tveggja ára fresti með leghálsskimun er hægt að draga verulega úr fjölda krabbameina í leghálsi að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi eykur batalíkur verulega

Leitarstöðin

Vertu velkomin í skoðun á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Ljósmæður taka leghálssýni hjá konum á aldrinum 23-65 ára og geislafræðingar skoða brjóst kvenna á aldrinum 40-69 ára. Heimsóknin tekur að jafnaði ekki lengri tíma en 10-15 mínútur í heildina.

Hægt er að panta tíma hér og einnig er tekið við tímapöntunum í síma 540 1919 kl. 8:00-15:30 alla virka daga nema föstudaga.  

Tilboð um reglubundna skimun fyrir krabbameinum er ekki sjálfsagt mál. Að mínu mati ætti hins vegar að vera sjálfsagt mál fyrir okkur konur að nýta okkur tilboðið. Nú geta konur skoðað eigin skimunarsögu rafrænt á mínum síðum Ísland.is og séð hvenær þær fengu síðast boð um þátttöku. 

Við hvetjum allar konur á Íslandi til að kynna sér málið og mæta reglulega í skimun, því þannig getum við fyrirbyggt krabbamein eða fundið þau á byrjunarstigum sem gerir meðferð mun líklegri til árangurs. 

- Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands

Mun fleiri lifa en áður

Sífellt betur tekst að greina krabbamein tímanlega, ráða niðurlögum þeirra og halda sjúkdómunum í skefjum. Nú er svo komið að um 70% þeirra sem greinast með krabbamein eru á lífi fimm árum síðar. Í dag eru rúmlega 14.000 þúsund einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og þeim fer fjölgandi. Árið 1976 var talan hins vegar tæplega 2.300. Áætlað er að árið 2026 verði fjöldinn um 18.300. Þessi jákvæða þróun hefur í för með sér ört vaxandi þörf fyrir þjónustu og stuðning við þá sem hafa greinst og aðstandendur þeirra, bæði meðan á veikindum stendur og þegar þau eru yfirstaðin.

Stuðningur og ráðgjöf hjá Ráðgjarafþjónustunni 

Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á þjónustu fagaðila án endurgjalds. Hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónusta er í boði alla virka daga  og boðið er upp á viðtöl og einstaklingsráðgjöf, símaráðgjöf, slökun, fyrirlestra auk starfsemi stuðningshópa félagsins.  Einnig er fjöldi námskeiða og fyrirlestra í boði sem hafa að markmiði að mæta þörfum þeirra sem til þjónustunnar leita.