Bleiki dagurinn 2023

Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að vera bleik - fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Bleiki dagurinn föstudaginn 20. október 2023!

Hvernig væri nú að skipuleggja bleikt morgunkaffi í vinnunni eða heima fyrir? Einnig er tilvalið að klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins. 

Facebook_augl

Heimili og vinnustaðir hafa verið dugleg við að smella einhverju góðgæti í ofninn og skreyta í tilefni dagsins. Sé tíminn naumur má líka leita til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem leggja Bleiku slaufunni lið með bleiku góðgæti. 

Vinir slaufunnar

Fjöldi fyrirtækja leggur sitt af mörkum til að styðja við Bleiku slaufuna og auka þannig við þær leiðir sem fólk hefur til að styrkja mikilvægt málefni.

Skoðaðu hér úrvalið hjá samstarfsaðilum okkar og vonandi finnur þú vöru eða þjónustu sem þér hentar.

Fyrir Bleika daginn er kjörið að skoða eftirfarandi vörur:

 • Bleik lýsing er falleg og sýnir hlýhug. Ef þig eða þínu fyrirtæki vantar bleikar filmur eða perur hafðu þá samband við Exton á exton@exton.is.
 • Partýbúðin - Allur söluágóði af bleiku skrauti dagana 16. - 20. október rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins.
 • Sætar syndir - Bleiki veislubakkinn, brjóstabollakökur og kökur til styrktar Bleiku slaufunnar allan október en 20% af sölunni fer til átaksins.

Gildir um Bleika daginn 20. október:

 • Bakarameistarinn - renna 15% af ágóða seldra bleikra vara til Krabbameinsfélagsins, s.s skúffukökufleki með bleiku slaufunni, aðrar bleikar kökur, bleikir snúðar og kleinuhringir.
 • Brauð og Co - rennur allur ágóði af ostaslaufum óskertur til Bleiku slaufunnar.
 • Gulli Arnar - renna 60% af sölu bleiks eftirréttar til Bleiku slaufunnar.
 • Mosfellsbakarí - rennur 15% af bleikum: muffins, lögguhringjum, snúðum, möndlukökum og súkkulaðitertu til Bleiku slaufunnar.
 • Sykurverk – renna 20% af allri sölu af slaufu kökum og cupcakes til styrktar bleiku slaufunnar!
 • Timberland - renna 20% af andvirði Timberland Boots til Bleiku slaufunnar.
 • Marc O´Polo Kringlunni - renna 20% af söluandvirði bleikra vara til Bleiku slaufunnar.
 • Kompaníið hársnyrtistofa - renna 10% af allri seldri vöru og þjónustu rennur til Bleiku slaufunnar.

Sendu sögur og myndir

Við hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og munum við birta þær hjá okkur á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan

 

 • Vördur tryggingar
 • Amtsbókasafnið
 • Heilsuskoli Tanyu
 • Smáralind
 • Askja
 • Blakdeild Hauka
 • MK
 • Ríkisskattstjóri
 • Krílakot
 • Orkuveita Reykjavíkur - matstofa
 • MK hópur
 • Brimborg
 • Áslandsskóli
 • Heilsuskoli Tanyu
 • Fjölbraut í Ármúla
 • Fasteignasalan Torg
 • Félagsstofnun stúdenta
 • Amtsbókasafnið
 • Actavis
 • Keilir
 • Rafholt
 • Landspítali sjúkra- og iðjuþjálfar í Fossvogi
 • Askja
 • Actavis

 

Ef fyrirtæki vilja styrkja Bleiku slaufuna þennan eða í októbermánuði dag þá lumum við á ýmsum skemmtilegum hugmyndum hér .

Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Bleikar kveðjur!
Krabbameinsfélagið