Lífsstíll og leghálskrabbamein

Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna.
Þetta er einnig eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru þekktar en HPV-veirur (human
papillomavirus) sem smitast við kynlíf valda sjúkdómnum í 99% tilfella.

Samkvæmt skýrslu frá  Alþjóðakrabbameinsrannsóknarsjóðnum eru fáir lífsstílsþættir sem tengjast áhættu á að greinast með leghálskrabbamein fyrir utan að smitast af HPV-veirum. 

Það að byrja að stunda kynlíf snemma eykur líkur á leghálskrabbameini en einnig fjöldi bólfélaga. HPV-veirur (human papillomavirus) smitast við kynlíf og geta seinna valdið leghálskrabbameini. Rétt notkun smokks getur komið í veg fyrir smit.

Fleiri þættir en HPV-veirur sem tengjast leghálskrabbameini eru:

 

  • Ofþyngd eða offita virðist auka líkur
  • Reykingar auka líkur