Viltu hitta einhvern sem er í svipuðum sporum og þú?

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Allnokkrir stuðningshópar eru til staðar fyrir þá sem hafa misst ástvini. Við getum hjálpað þér að finna hóp sem hentar þér. Hafðu í huga að þeim sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. 

Krabbameinsfélagið, Sorgarmiðstöðin og Ný dögun bjóða upp á stuðningshópa fyrir þá sem hafa misst maka úr krabbameini. Fjallað er um ýmislegt sem tengist líðan í sorg og um þá miklu breytingu sem oft verður á lífinu í kjölfar makamissis. Tilgangurinn er að fólk finni stuðning og styrk í því að deila með hvort öðru upplifun sinni.

Hafðu samband í síma 800 4040 eða á netfangið radgjof@krabb.is ef þú vilt skrá þig í stuðningshóp.

Krabbameinsfélög og þjónustuskrifstofur á landsbyggðinni: