Ása Sigríður Þórisdóttir 8. nóvember 2023

Hagkaup styrkir Bleiku slaufuna um 2 milljónir

  • Frá vinstri: Árni Reyn­ir Al­freds­son for­stöðumaður fjár­öfl­un­ar og markaðsmá­la hjá Krabba­meins­fé­lag­inu og Sig­urður Reyn­alds­son fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups.

Þjóðin hef­ur lagst á eitt í söfn­un­ar­átaki Krabba­meins­fé­lags­ins í ár og í lok október af­hentu for­svars­menn Hag­kaups ávís­un upp á tvær millj­ón­ir króna sem söfnuðust til styrkar Bleiku slaufunni í versl­un­um fyr­ir­tæk­is.

„Í byrj­un októ­ber stóð Hag­kaup fyr­ir söfn­un þar sem viðskipta­vin­um bauðst að styrkja átakið með því að bæta 500 krón­um við inn­kaup sín sem runnu til söfn­un­ar­inn­ar og Hag­kaup til upphæð á móti.” seg­ir Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups.

Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups sagðist gríðarlega þakklátur viðskiptavinum Hagkaups sem styrktu átakið með þessum hætti sem ber merki um samstöðuna sem ríkir varðandi Krabbameinsfélagið sem sinnir einstöku starfi.

Þökkum Hagkaup og öllum þeim viðskiptavinum sem lögðu átakinu lið kærlega fyrir stuðninginn.