Bleikar fréttir

Ása Sigríður Þórisdóttir 8. nóvember 2023 : Við þurfum að þora að stíga fram og segja frá því hvernig okkur líður

Josina Wilhelmina Bergsøe er skartgripahönnuður, rithöfundur og fyrirlesari með persónulega reynslu af langvinnum og síðbúnum aukaverkunum eftir krabbamein. Josina greindist með brjóstakrabbamein árið 2010 og hefur frá þeim tíma unnið markvisst að því að auka skilning á veruleika þeirra sem greinast með krabbamein. Hún hefur einnig verið ötul talskona þess að auka sýnileika sjúkdómsins í samfélaginu og breyta staðalímyndum um krabbameinssjúklinga. Við ræddum við Josinu um lífið eftir krabbamein, sem hún tekst á við af næmni og með húmor og lífsgleði að leiðarljósi.

Lesa meira

Ása Sigríður Þórisdóttir 8. nóvember 2023 : Hagkaup styrkir Bleiku slaufuna um 2 milljónir

Þjóðin hef­ur lagst á eitt í söfn­un­ar­átaki Krabba­meins­fé­lags­ins í ár og í lok október af­hentu for­svars­menn Hag­kaups ávís­un upp á tvær millj­ón­ir króna sem söfnuðust til styrkar Bleiku slaufunni í versl­un­um fyr­ir­tæk­is.

Lesa meira

Ása Sigríður Þórisdóttir 8. nóvember 2023 : 2,2 milljónir frá Orkunni til Bleiku slaufunnar

Saman söfnuðu, Orkan og viðskiptavinir 2,2 milljónum króna handa Bleiku slaufunni. Söfnunin fór þannig fram að viðskiptavinir með skráðan Orkulykil í styrktarhópi Bleiku slaufunnar gáfu 1 krónu af sínum afslætti allan ársins hring og tvær krónur í október. Orkan jafnaði síðan upphæðina sem viðskiptavinir söfnuðu. Auk þess runnu 5 krónur af öllum seldum lítrum á Bleika daginn til átaksins.

Lesa meira

Anna Margrét Björnsdóttir 30. október 2023 : Saga Katarzynu Leszczyńska - Samstaðan þýðir fyrir mig frelsi frá þessum veikindum

Katarzyna Leszczyńska greindist árið 2022 með krabbamein í eggjastokkum sem var búið að dreifa sér til annarra líffæra. Fyrst leið henni eins og best væri að takast á við veikindin ein og óstudd, en eftir aðgerðina leitaði hún til Krabbameinsfélagsins eftir aðstoð og segist eilíflega þakklát fyrir allt fólkið sem vinnur þar. Hún segir jafningjastuðning mikilvægan vegna þess að fólk sem þekki veikindin af eigin raun skilji betur upplifun þeirra sem eru að glíma við krabbamein.

Lesa meira

Anna Margrét Björnsdóttir 23. október 2023 : Saga Önnu Maríu - Mér var bókstaflega bara kippt úr samfélaginu

Anna María E. Guðmundsdóttir greindist með ristilkrabbamein vorið 2021. Það gerðist allt mjög hratt í kjölfarið og upplifði hún eins og henni væri kippt fullhraustri út úr samfélaginu. Hún segir samstöðu veita kærleik á þeim tíma sem mest þörf er á honum og upplifði að ættingjar og vinir umvefðu hana og sýndu henni samstöðu í gegnum ferlið. 

Lesa meira

Ása Sigríður Þórisdóttir 22. október 2023 : Markvissar leiðir til að auka þátttöku í brjóstaskimun

Ása Sigríður Þórisdóttir 19. október 2023 : Konur, mætum í skimun þegar við fáum boð - Skimun skiptir máli

Guðmundur Pálsson 18. október 2023 : Bleikt kvöld Krabba­meins­félags Aust­fjarða

Anna Margrét Björnsdóttir 16. október 2023 : Saga Bryndísar - Fór sterkari inn í verkefnið með aðstoð ráðgjafa

Bryndís Guðmundsdóttir greindist með stórt illkynja mein í öðru brjóstinu rétt fyrir hvítasunnuhelgina vorið 2022. Hún hitti ráðgjafa á Selfossi snemma í sínu ferli og segist hafa farið sterkari inn í verkefnið fyrir vikið. Hennar leiðarljós var að halda í heilsu og heilbrigði, þótt hún væri að glíma við krabbamein.

Lesa meira

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. október 2023 : Er einhver á þínum vinnustað að takast á við krabbamein eða afleiðingar þess? - Sýnum skilning og stuðning

Á hverju ári greinast að meðaltali um 924 einstaklingar á vinnualdri með krabbamein. Meinið sjálft og meðferð vegna þess getur haft mikil og víðtæk áhrif á líf hvers og eins, þar á meðal hvað varðar atvinnuþátttöku. 

Lesa meira

Ása Sigríður Þórisdóttir 15. október 2023 : Hvernig verður þitt framlag að gagni? Til að ná árangri gegn krabbameinum þarf að nálgast verkefnið frá öllum hliðum

Til að ná árangri gegn krabbameinum þarf að nálgast verkefnið frá öllum hliðum, sem endurspeglast í starfsemi Krabbameinsfélagsins: fræðslu og forvörnum, ókeypis ráðgjöf og stuðningi, rannsóknum og skráningu auk Vísindasjóðs. Félagið á íbúðir í Reykjavík fyrir fólk utan af landi sem sækir rannsóknir eða meðferð í Reykjavík. 

Lesa meira
Síða 1 af 9