Guðmundur Pálsson 18. október 2023

Bleikt kvöld Krabba­meins­félags Aust­fjarða

Krabbameinsfélag Austfjarða býður gestum og gangandi að taka þátt í bleiku kvöldi í húsnæði félagsins að Sjávargötu 1, Reyðarfirði, á Bleika daginn, föstudaginn 20. október.

Dagskrá hefst kl. 20:00:

  • Steinunn Sigurðardóttir opnar málverkasýningu og verða verkin til sölu og hluti söluandvirðis rennur til Krabbameinsfélags Austfjarða (facebooksíða: Art SteinaSig).
  • Ingibjörg Birgisdóttir ljósmóðir - erindi um skimanir.
  • Fjóla Þorsteinsdóttir - erindi um hreyfingu.
  • Anna Ólafsdóttir - erindi um að hafa sig til.
  • Ísabella Danía Heimisdóttir syngur ljúfa tóna.
  • Gjörningur.
  • Léttar veitingar.

Kraus-bleiktkvold2023