Birna Þórisdóttir 3. október 2018

Plastco styður Bleiku slaufuna

Ásamt Trioplast, dreifingaraðilum og bændum

Plastco og sænski framleiðandinn Trioplast, innlendir dreifingaraðilar og bændur og aðrir viðskiptavinir leggja Krabbameinsfélaginu og átaki Bleiku slaufunnar lið í október 2018 með því að láta samtals andvirði þriggja evra af hverri seldri plastrúllu renna til átaksins. 

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Plastco , ásamt Trioplast, dreifingaraðilum og bændum, hefur skuldbundið sig til að leggja þeirri baráttu lið. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega stuðninginn.