Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 7. desember 2018

Orkan styður Bleiku slaufuna 12. árið í röð

Í vikunni afhenti Orkan Krabbameinsfélaginu afrakstur söfnunar til styrktar Bleiku slaufunni

Í ár safnaðist ein milljón króna á Ofurdegi þann 12. október ásamt lyklasamstarfinu með Orkulykil Bleiku slaufunnar.  Orkan bauð fulltrúum Krabbameinsfélagsins í kaffi í vikunni og afhenti styrkinn og myndarlegan blómvönd. 

„Við erum afskaplega þakklát fyrir þetta farsæla samstarf við Orkuna. Félagið reiðir sig á stuðning almennings og fyrirtækja til að geta unnið að málefnum þeirra sem greinast með krabbamein og þessi rausnarlegi styrkur skiptir okkur miklu máli,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Orkunnar og viðskiptavinum sem tóku þátt í stuðningnum við Bleiku slaufuna.