Þegar öll rannsóknar-púslin koma saman leiðir það til breytinga
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Erna
Magnúsdóttir dósent við Læknadeild Háskóla Íslands sem vinnur að
krabbameinsrannsóknum kíktu í
Morgunútvarpið.
Í dag hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands sem kennt er við bleiku slaufuna. Allur ágóði Bleiku slaufunnar í ár rennur til krabbameinsrannsókna. Þær Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild Háskóla Íslands sem vinnur að krabbameinsrannsóknum ræddu átakið og rannsóknarstarf kíktu í Morgunútvarpið og ræddu við þau Sigmar og Huldu um Bleiku slaufuna og mikilvægi krabbameinsrannsókna og Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins sem gerir mörgum kleift að hefja rannsóknir á tilteknum sviðum tengdum krabbameinum.
Hlusta á viðtalið í heild sinni hér.