Ása Sigríður Þórisdóttir 1. október 2020

Hvernig hegða krabbameinsfrumur sér? Af hverju fá sumir ekki krabbamein?

Við verðum að skilja betur grunninn til að geta hannað betri meðferðir og betri greiningartækni.

Hvernig hegðar krabbameinsfruman sér og hvað er það sem veldur því að heilbrigð fruman fer að skipta sér stjórnlaust? Af hverju er það sem sumir fá ekki krabbamein? Hvað veldur því að meðferð er ólík milli einstaklinga og að æxli séu ólík þetta þurfum við að skilja betur til að geta hannað betri meðferðir, betri greiningartækni og það er akkúrat þetta sem við erum að skoða.

Birna Þórisdóttir sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og Margrét Helga Ögmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands sem vinnur að rannsókn með styrk frá Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins ræddu um mikilvægi rannsókna í baráttunni við krabbamein í Bítinu í morgun (1. október).