Birna Þórisdóttir 3. október 2018

geoSilica styður Bleiku slaufuna

Með geoSilica Renew

geoSilica leggur Krabbameinsfélaginu og átaki Bleiku slaufunnar lið í október 2018 með því að láta 250 kr af hverju seldu geoSilica Renew glasi, sem inniheldur steinefni, renna til átaksins. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. geoSilica hefur skuldbundið sig til að leggja þeirri baráttu lið. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega stuðninginn.