Ása Sigríður Þórisdóttir 18. september 2020

Bleiku slaufurnar 2020 eru lentar. Takk TVG-Zimsen

Það er ávallt stór dagur þegar Bleiku slaufurnar koma í hús. Sala Bleiku slaufunnar hefst 1. október.

Tólfta árið í röð styður TVG-Zimsen Bleiku slaufuna með því að flytja slaufurnar án endurgjalds til landsins frá Hong Kong sem gerir félaginu kleift að halda kostnaði við átakið í lágmarki.

Elísa Dögg Björnsdóttir framkvæmdastjóri TVG-Zimsen kom færandi hendi í morgun og afhenti Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins kassana með Bleiku slaufunum.

„TVG-Zimsen flytja ekki bara með Bleiku slaufurnar til landsins heldur dreifa þeim einnig til fjölda söluaðila um landið án endurgjalds. Kærar þakkir TVG-Zimsen. Við erum afar stolt og glöð yfir að eiga slíka bakhjarla” sagði Halla í dag þegar hún tók við sendingunni frá Elísu Dögg.

  • Sala Bleiku slaufunnar hefst 1. október.