Administrator 4. október 2019

Bleika slaufan á aðalsviði Borgarleikhússins

Tökur á herferð Bleiku slaufunnar 2019 fóru fram á fjölum Borgarleikhússins, sem var vel við hæfi enda rúmlega 30 söng- og leikkonur sem koma þar saman ásamt Íslenska dansflokknum.

Stelpurnar gefa Mottumars ekkert eftir í þessari herferð þar sem þær flykkjast saman í dans og söng. Í fyrra lögðum við áherslu á mikilvægi þess að mæta í krabbameinsleit og hvöttum vinkonur til að minna hverja aðra á. Í ár stígum við skrefi lengra og leggjum áherslu á mikilvægi þess að engin kona upplifi sig eina í veikindum, en yfirskrift átaksins er „Þú ert ekki ein“.

https://www.facebook.com/bleikaslaufan/videos/412070149493670/

Það eru þær Sólveig Guðmundsdóttir og Saga Garðarsdóttir sem fara með aðalhlutverk en þær Regína Ósk og Guðrún Gunnarsdóttir ljá konunum raddirnar í kórnum.

Við erum gífurlega stolt og þakklát öllum sem komu að gerð myndbandsins, en það var í leikstjórn Magnúsar Leifssonar frá Republik. Unnið fyrir Krabbameinsfélagið og Brandenburg.

Sá sem sá um tónlistarstjórn og hljóðfæraleik var Stefán Örn Gunnlaugsson í Stúdíó Bambus. Danshreyfingar voru í höndum Valgerðar Rúnarsdóttur og Arni Filippus sá um kvikmyndatöku. Haraldur Ari Karlsson var aðstoðarleikstjóri. Brynja Skjaldar sá um búninga. Gudbjorg Huldis Kristinsdottir og Harpa Finnsdóttir sáu um förðun og Hannes Friðbjarnarson stýrði framleiðslunni.

Dagurinn var langur og strangur en uppskeran svo sannarlega þess virði!

https://www.facebook.com/bleikaslaufan/videos/412112679495802/