Fræðsla

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 15. september 2016 : Fjáröflun Bleiku slaufunnar 2016 rennur til endurnýjunar tækjabúnaðar fyrir brjósta­krabbameins­leit

Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, er tileinkað brjóstakrabbameini í ár. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og greinist kona með brjóstakrabbamein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring. Margt jákvætt hefur áunnist og geta nú 90% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein vænst þess að lifa lengur en 5 ár sem er mjög góður árangur á heimsvísu

Lesa meira

Sigurlaug Gissurardóttir 12. október 2016 : Bleika slaufan í ár táknar hið mikilvæga stuðningsnet

Þær Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttur eru hönnuðir Bleiku slaufunnar að þessu sinni en þær unnu hugmyndasamkeppni sem var haldin af Krabbameinsfélaginu í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða í apríl síðastliðnum um hönnun slaufunnar 2016. Þetta er í fimmta sinn sem Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða halda samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar.

Sigurlaug Gissurardóttir 12. október 2016 : Mæting víða undir væntingum

Sextíu og átta prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára mæta að meðaltali reglulega í brjóstamyndatöku hér á landi. 80% mæting væri ásættanlegri. Mætingin er mismunandi eftir landshlutum og hvað síst á höfuðborgarsvæðinu. Lára G. Sigurðardóttir læknir segir aðsókn í leitina taka kipp í kringum árvekniátök Krabbameinsfélagsins og að flestar konur séu ánægðar með síðustu skoðun.

Sigurlaug Gissurardóttir 12. október 2016 : Þú með brjóstakrabbamein - þú sem ert læknir?

Læknarnir Auður Smith, María Soffía Gottfreðsdóttir og Sigurlaug Benediktsdóttir hafa allar greinst með brjóstakrabbamein en eru heilbrigðar í dag. Þær hafa nýlega stofnað stuðningshóp fyrir konur í læknastétt sem hafa gengið í gegnum sjúkdóminn. Nokkuð margir kvenlæknar hafa greinst með brjóstakrabbamein sem veldur þeim áhyggjum.

Siemend-mammo4

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 27. september 2016 : Fimm milljónir frá velunnurum Krabbameins­félagsins renna til tækjakaupa

Krabbameinsfélagið er svo lánsamt að eiga 15.000 virka bandamenn í baráttunni gegn krabbameini sem styrkja félagið með mánaðarlegum framlögum. Þessi velviljaði hópur nefnast einu nafni velunnarar Krabbameinsfélagsins og er fjölmennasti stuðningshópur félagsins.

Í tilefni af átaksmánuði Bleiku slaufunnar í október renna fimm milljónir af mánaðarlegri gjöf velunnara til endurnýjunar á tækjabúnaði til skipulegrar leitar á brjóstakrabbameini. Skipuleg leit er öflugasta vopnið í baráttunni gegn þessu algengasta krabbameini kvenna á Íslandi og endurnýjun orðin tímabær.

Lesa meira
Copyright: Krabbameinsfélag Íslands

Sigurlaug Gissurardóttir 28. september 2016 : Brjósta­krabbamein. Helstu einkenni, orsakir, greining, algengi og lífshorfur.

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum og hafa lífshorfur batnað verulega undanfarin ár. Það er einnig eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á snemmstigum með skipulagðri hópleit. Þar sem brjóst eru mjúk líffæri sem liggja utan á brjóstkassa er oft hægt að greina mein í þeim snemma með því að fara reglulega í brjóstamyndatöku (40-69 ára) og skoða þau reglulega. Karlar geta fengið brjóstakrabbamein en um 1 karl greinist á móti hverjum 100 konum. 

Lesa meira

Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 27. september 2015 : Hópleit að brjósta­krabbameini

Með röntgenmyndatöku af brjóstum, brjóstamyndun, er oft unnt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi.

Konur á aldrinum 40 til 69 ára fá boð um að mæta í hópleit að brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti. Konum 70 ára og eldri er frjálst að mæta í leit á tveggja ára fresti. Brjóstakrabbamein má greina með röntgenmyndatöku af brjóstum áður en einkenni koma fram.

Lesa meira

Administrator 27. september 2016 : Taktu prófið! Hvað veist þú um brjósta­krabbamein?

Hvað ert þú vel að þér um brjóstakrabbamein?
Með því að taka brjóstaprófið lærir þú að þekkja staðreyndir um krabbamein í brjóstum, sem er algengasta krabbamein hjá konum. Með því að þekkja einkenni og mæta í skoðun er oft hægt að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi.

Smelltu hér til að svara hvort að fjórtan staðhæfingar séu réttar eða rangar.

Lesa meira

Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 27. september 2016 : Mæting í brjósta­krabbameinsleit mætti vera betri

Allar konur á aldrinum 40-69 ára fá boð um að mæta á tveggja ára fresti í röntgenmynd af brjóstum. Það að að mæta reglulega í brjóstakrabbameinsleit getur bjargað lífi viðkomandi.

Þegar tekin er saman mæting eftir landsvæðum fyrir árið 2015 eru konur misjafnlega duglegar að mæta í brjóstamyndatöku eftir landsvæðum. Yfir allt landið er mætingin 68% ef miðað er við mætingu kvenna á þriggja ára fresti. Konur úti á landi mæta betur en konur á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa konur á Siglufirði vinninginn með 86% mætingu. Konur á Húsavík og á Ólafsfirði fylgja fast á eftir með 85% mætingu. Konur búsettar í breiðholtinu eru með lélegustu mætinguna, en aðeins 55% þeirra mæta í brjóstakrabbameinsleit. Konur í póstnúmeri 101 og 116 eru með undir 60% mætingu. 

Lesa meira

Sigurlaug Gissurardóttir 12. október 2016 : Mömmum boðið í kaffi á bleika deginum, föstudaginn 14. október

Árvekniátak Krabbameinsfélagsins um brjóstakrabbamein hófst með viðhöfn í Kringlunni 29. september og nær hápunkti á bleika daginn 14. október þegar fólk og fyrirtæki sameinast um að minna á átakið með því að klæðast bleiku, skreyta með bleiku eða bjóða upp á bleikar veitingar. Átakið í ár ber yfirskriftina #fyrirmömmu.

Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 27. september 2016 : Nýjung í meðferð HER2-jákvæð æxla

Konum sem hafa ákveðna tegund af brjóstakrabbameini, þ.e. HER2-jákvæð æxli, býðst nú marksækin meðferð sem byggir á því að lyf hefur einungis áhrif á krabbameinsfrumur en ekki aðrar frumur líkamans. Marksæku lyfin skaða þannig ekki eðlilegar heilbrigðar frumur. Slík lyf starfa líkt og mótefni sem líkaminn framleiðir sjálfur með því að setjast á viðtaka og aftengja þá. Slík lyf geta því einnig kallast mótefnalyf.

Lesa meira