Vinir slaufunnar

Samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar

Vinir slaufunnar

Lýsi

Lýsi

Lýsi styrkir Bleiku slaufuna um 300 kr. af hverri seldri dós af Omega 3 Forte.

Bláa Lónið

Bláa lónið lætur 30% af söluverði hvers Blue Lagoon Rejuvenating varasalva renna til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

TVG-Zimsen

TVG-Zimsen hafa styrkt Bleiku slaufuna í 14 ár með endurgjaldslausum flutningi á slaufum til landsins auk þess að flytja slaufur til söluaðila innanlands.

ChitoCare Beauty

Styrkir Bleiku slaufuna um 350 krónur af hverju seldu ChitoCare beauty Face Cream og hverri seldri Andlitstvennu í október.

ELKO

Styrkja Bleiku slaufuna um 10% af bleikum vörum vikuna 10-16. október.

Bleiki trefillinn frá Royal Blazer

Central Iceland

ROYAL BLAZER hannaði hágæða kasmír trefil með bleikri slaufu sem sló í gegn í fyrra. Nú hefur Rakel Ósk hannað húfu í stíl við trefilinn og verður hvorutveggja til sölu í ár. 50% af öllum ágóða trefilsins og húfunnar rennur til Bleiku slaufunnar.

Bleika sápan frá Urð

Urð styrkir Bleiku slaufuna með sölu Bleiku sápunnar Brjóstvit.

Orkan

Orkan styður Bleiku slaufuna allan ársins hring með Orkulyklinum. Orkan gefur 1 krónu fyrir hvern seldan lítra til málefnisins allan ársins hring en í október renna 2 krónur fyrir hvern seldan lítra til Bleiku slaufunnar. Við hvetjum viðskiptavini til að fylgjast með eldsneytismælinum sínum 14. október og nýta Orkuna í góðu málin.

Femarelle

300 kr. af hverjum seldum Femarelle® pakka í október rennur til Bleiku Slaufunnar.

Nói Síríus

Nói Síríus styrkir Bleiku slaufuna um 20% af söluandvirði bleikra súkkulaði smástykkja í október. Pantanir berast á noi@noi.is.

Brauð & Co

Chilli ostaslaufa á Bleika deginum 14. október í bakaríum Brauð & Co.
Allur ágóði af sölu Chilli ostaslaufunnar rennur til Bleiku Slaufunnar.

Bleiku sokkarnir frá sockbox

Sockbox styrkja Bleiku slaufuna um 500 kr. að lágmarki af hverju sokkapari.

Fasteignasalan torg

Fasteignasalan Torg styrkir Bleiku slaufuna um 20.000 kr fyrir hverja nýskráða eign í október.

Taktikal

Taktikal mun gefa 100 kr. af hverri rafrænni undirskrift framkvæmdri á bleika deginum 2022. Einnig mun Taktikal vekja athygli á málstaðnum með því að setja bleiku slaufuna og bleikan lit í viðmót hugbúnaðarlausna sinna á bleika deginum.

Feel iceland

30% af öllum vörum Feel Iceland á öllum sölustöðum og vefsíðu Feel Iceland á Bleika deginum.

50% af Age Rewind – Skin Therapy hylkjum á vefsíðu Feel Iceland dagana 1.-31. október.

icepharma

Gefa Krabbameinsfélaginu 100 Camelbak brúsa með merki Bleiku slaufunnar sem seldir verða í vefverslun félagsins til styrktar átakinu.

stefánsbúð og linda loeskow - bleiki bolurinn

Bleiki bolurinn er samstarf Stefánsbúðar við Lindu Loeskow. Þetta er í þriðja sinn sem þau framleiða boli til að styrkja átakið.
Allur ágóði af sölu bolsins fer til styrktar Bleiku slaufunni.

handknattleiksdeild harðar - bleikar treyjur

Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði selur treyjur í samstarfi við Bleiku slaufuna og Sigurvon krabbameinsfélags, treyjan kostar 5.000 kr. og allur ágóðinn eða 2.500 kr. rennur til styrktar Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagsins Sigurvonar.

Nathan Olsen

Neutral gefur 15 kr. af hverri seldri Neutral vöru í Bónus í október til Bleiku slaufunnar.

partýbúðin

Allur söluágóði af bleiku skrauti dagana 10. - 14. október rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins.

lín design

Silkikoddaverin eru úr 100% náttúrulegu Mulberry silki (22 momme). Þau eru silkimjúk og henta þeim sem vilja mikinn lúxus. Silkið er eitt sterkasta og mýksta efni sem framleitt er og er eitt best geymda fegurðar leyndarmálið.
Þeir sem kaupa koddaver styðja um leið við bakið á Bleiku slaufunni.

Bleik ský 2023

Bleik ský er veggdagatal þar sem ný bleik skýjamynd fylgir hverjum mánuði ársins 2023. 

Ljósmyndir Ólafar Jakobínu Ernudóttur af himninum yfir Íslandi eru prentaðar í skærum bleikum lit sem færir með sér birtu og yl. 

Pappýr framleiðir, hannar og selur gjafavöru sem oftast er úr því góða og gamla efni pappír. 

Fyrir hvert selt dagatal skilar Pappýr 1.000 krónum af andvirðinu til stuðnings við Krabbameinsfélagið og er dagatalið í sölu allt fram að áramótum. 

blush

Blush styrkir Bleiku slaufuna um 15% af ágóðanum af sölubás opnunarhátíð Bleiku slaufunnar ásamt hluta af ágóðanum í partýi sem Blush heldur í verslun sinni föstudagskvöldið 30. september. 

Allur ágóði af seldum bingóspjöldum sem seldust í bingói Blush og Minigarðsins þann 7. september rann einnig til Bleiku slaufunnar.

Ásbjörn ólafsson

Í Bleikum október selur fyrirtækið Hoptomista og Teema vörur til styrktar Bleiku slaufunni, 20% af ágóða af þessum vörum í Iittalabúðinni og vefverslun Krabbameinsfélagsins renna til átaksins.

bakarameistarinn

Bakarameistarinn lætur 15% af hverri seldri bleikri vöru renna til Bleiku slaufunnar 14. október og 15% af hverjum seldum bleikum skúffufleka rennur til Bleiku slaufunnar. 

TePe tannhreinsivörur

Henry Schein Fides gefa Bleiku slaufunni allar þær bleiku TePe tannhreinsivörur sem seldar eru í vefverslun félagsins. Að auki styrkir TePe framleiðandinn í Svíþjóð átakið með ágóða af þeim vörum sem seldar eru í apótekum og til tannlækna.

sætar syndir

Sérstakar bleikar bollakökur sem erum í boði allan október og fer 20% af andvirði bollakökunnar beint til Bleiku slaufunnar. 

Einnig verður til sölu sérstakur veislubakki í október og fer 10% af andvirði hans til Bleiku slaufunnar. Veislubakkinn inniheldur 2 litlar bollakökur, 2 makkarónur, karamellubita og konfektmola.

perform

Perform styrkir Bleiku Slaufuna með 10% af sölu af eftirfarandi vörum/vörumerkjum:

Women‘s Best (vörumerki), allar vörur.

ON - Amino Energy Watermelon (270 gr. og 585 gr.) & Juicy Strawberry Burst (270 gr).

ON - Opti Woman Fjölvítamín (60 stk & 120 stk).

EVL – Women‘s Multi fjölvítamín (ein stærð).

REDCON1 – Total War Pre Workout (Bubblegum).

amethyst

Verslun með kvenfatnað og fylgihluti, úrval af lampa ljósum, orkusteinar og almenn gjafavara. 
10% af allri sölu í verslun í október rennur til Bleiku Slaufunnar.

Babyfoot fótameðferð

300 kr. af hverri seldri einingu af BabyFoot fótameðferð rennur til Bleiku Slaufunnar. 

A4

A4 styrkir Bleiku slaufuna um 800 krónur af hverri seldri dagbók merktri Bleiku slaufunni. Að auki renna 25% af söluandvirði valdra bleikra vara í október til átaksins.

Hagkaup

Hagkaup er stoltur söluaðili Bleiku slaufunnar og styrkti átakið einnig með því að bjóða viðskiptavinum sínum í byrjun október að leggja söfnuninni lið í verslunum sínum. Viðskiptavininum var boðið að bæta 500 krónum við innkaup sín sem rann til söfnunarinnar og Hagkaup lagði til aðrar 500 krónur í mótframlagi.

Grænn markaður

Grænn markaður ehf , heildsölufyrirtæki blómabænda, leggur átakinu til 10% af heildsöluverði bleikra októberstjarna. Plönturnar verða til sölu í flestum blómaverslunum um land allt.

Síða 1 af 3

Adotta CBD Reykjavík

15% af söluandvirði af 22% Premium olíu og kremum renna til Bleiku slaufunnar.

Hérastubbur bakari

Bleikar veitingar á bleika daginn. 1.000kr af hverri bleikri köku renna til Bleiku slaufunnar á Bleika deginum 14. október.

KINEMA

Kinema, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands, halda að halda viðburð til að styrkja átakið.

Marpól ehf.

20% af söluvirði seldra ryksuga í október renna til Bleiku slaufunnar. 

Perform

Styrkir Bleiku slaufuna um 5% af öllum Womens Best vörum og Amino Energy Strawberry Burst og Amino Energy Watermelon.