Vinir slaufunnar (Síða 2)

Raforkusalan Straumlind
Nýsköpunar- og orkufyrirtækið Straumlind styrkir Bleiku slaufuna um 1.000 kr. fyrir hverja skráningu sem berst á tímabilinu 20. til og með 27. október.

Dans og Jóga
Dans og Jóga verður með Bleikan laugardag í Hjartastöðinni 21. október. Við setjum í sölu bleikan passa sem við hvetjum alla til að kaupa á vefsíðu okkar og nýta hann svo til að mæta í bleikan jóga tímar og/eða bleikan Zumba tíma þennan dag, 21. október. Allar tekjur af sölu Bleika passans rennur beint til söfnunar Bleiku slaufunnar.

Systur&Makar
Systur&Makar stand þessa dagana í tiltekt á saumastofunni og eru að hanna og sauma kraga sem eru alfarið gerðir úr efnisafgöngum og afskurðum sem falla til við vöruframleiðslu fyrirtækisins svo verkefnið er mjög vistvænt og spornar við landfyllingu.
Systur&Makar gefa ágóða af hverjum kraga sem og hárböndum til Bleiku slaufunnar.

Vettlingauppskrift frá Iceweargarn
Iceweargarn hafa fengið Kristínu Örnólfsdóttir vettlingahönnuð til að hanna vettlingauppskrift til að styrkja Bleiku slaufuna. Uppskriftin verður seld á heimasíðu og í verslun Iceweargarn. Öll upphæð sölunnar (að frádregnum virðisauka) mun renna óskert til félagsins um ókomin ár.

Fasteignasalan Torg
Fasteignasalan Torg styrkir Bleiku slaufuna um 10.000 kr fyrir hverja nýskráða eign í október.

Babyfoot fótameðferð
300 kr. af hverri seldri einingu af BabyFoot fótameðferð rennur til Bleiku Slaufunnar.

Kanilsnúðar með bleiku kremi
Pizzan býður upp á kanilsnúða með bleiku kremi og rennur hluti af sölu til styrktar Bleiku slaufunnar.

Into the Glacier
20% af hverjum seldum miða af netsölu dagana 13. -20. október renna til styrktar Bleiku Slaufunnar. Upplifðu lengstu manngerðu ísgöng heims upplýst með bleikum ljósum í október.
Bókaðu ferð inn í töfrandi heim undir yfirborði jökulsins.

Ný Ásýnd snyrtistofa
Hjá snyrtistofunni hafa allir starfsmenn sérhæft sig í gerð vörtubaugs/areola með 3D húðflúrun. Við munum láta 30% af upphæð meðferðar renna til Bleiku slaufunnar í október enda meðferðin mjög tengd málefnum Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar.

Eirberg
Í verslunum Eirberg eru bleikar vörur á sérstöku tilboði og rennur hluti söluandvirðisins til Bleiku slaufunnar.

Partýbúðin
Allur söluágóði af bleiku skrauti dagana 16. - 20. október rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins.

ChitoCare Beauty
Styrkir Bleiku slaufuna um 350 krónur af hverju seldu ChitoCare beauty Face Cream og hverri seldri Andlitstvennu í október.

Lúkas D. Karlsson: Tannlækna- og tannsmíðavörur
Hluti af söluandvirði bleikra vara renna til Bleiku slaufunnar í október.

Samskip
Samskip selur Bleiku slaufuna og styrkir félagið til viðbótar fyrir hverja selda slaufu. Haldinn verður sérstakur viðburður fyrir starfsfólk til að vekja athygli á átakinu.

Sassy
20% af öllum “ANAONO” sölu rennur óskert til bleiku slaufunnar ásamt því að Sassy er söluaðili Bleiku slaufunnar.

Líf Kírópraktík
Líf Kírópraktík halda sitt árlega konukvöld þar sem allur ágóði af kvöldinu rennur óskertur til Bleiku slaufunnar.

Monstri: Ullarskrímsli
„Ég er að framleiða lítil ullarskrímsli sem ég er að selja í verslunum. Ég hef þegar sent nokkrum verslunum bleik skrímsli í tilefni af bleikum október. Mig langar til þess að 10% af söluverðinu mínu renni til styrkar Krabbameinsfélagsins”.

Kosmetik Snyrtistofa
Janssen cosmetics Floral Energy andlitsmeðferð á bleiku tilboði út október að auki renna 2.300kr af hverri meðferð beint til Bleiku Slaufunnar.
Hægt er að bóka beint inná noona.is eða kaupa gjafabréf.
Janssen Cosmetics Floral Energy Serum á bleiku tilboði út október að auki renna 2.500kr af hverju seldu Floral Energy Serum beint til Bleiku Slaufunnar.
Janssen Cosmetics 2-Phase Oil Lifting Serum á bleiku tilboði út október að auki renna 2.000kr af hverju 2-Phase Oil Lifting Serum beint til Bleiku Slaufunnar.
Bleik tilboð allan október mánuð.
Bleikur viðburður á bleika deginum föstudaginn 20. október - sjá nánar.

Grænn markaður
Grænn markaður ehf , heildsölufyrirtæki blómabænda, leggur átakinu til 10% af heildsöluverði bleikra októberstjarna. Plönturnar verða til sölu í flestum blómaverslunum um land allt.

Össur
Selja slaufuna í móttökunni til starfsfólks, með hverri seldri slaufu borgar fyrirtækið hluta á móti.

Courtyard by Marriott
Courtyard by Marriott gefur 20% af hverju seldu gjafabréfi í október til Bleiku Slaufunnar.
Gjafabréf fyrir tvo í brunch og gjafabréf fyrir tvo í gistingu með morgunverði.
Hafið samband við sales@courtyardkeflavikairport.is fyrir frekari upplýsingar.

Hlaupár
20% afsláttur af öllum bleikum vörum og 10% til viðbótar sem rennur til bleiku slaufunnar. Bleikar veitingar í versluninni föstudaginn 20. október.

Mosfellsbakarí
Í tilefni Bleika dagsins 20. október bjóðum við:
- Bleik muffins - 630,- kr.
- Bleika lögguhringi - 460,- kr.
- Bleika snúða (snúður með bleikum glassúr) - 510,- kr.
- Bleikar möndlukökur - 1780,- kr.
- Bleikar súkkulaðitertur 8-10 manna - 3.475,- kr.
Tökum við pöntunum til hádegis fimmtudaginn 19. október 2023.
15% af sölu af þessum bleiku vörum rennur til verkefnis bleiku slaufunnar.
Engin grein fannst.