Vinir slaufunnar

Samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar

Vinir slaufunnar (Síða 2)

Hlaupár

15% afsláttur til viðskiptavina af öllum bleikum vörum plús 15% af andvirðri beikra vara til bleiku slaufunnar. Föstudaginn 14. október verður boðið upp á bleikar veitingar í verslun þeirra.

Iceherbs

ICEHERBS styrkir Bleiku slaufuna og gefur 20% af söluverðmæti bleikra vara sem seldar verða í verslunum Hagaup og netverslun ICEHERBS í október.
Bleikar vörur eru Rauðrófur, Andoxun og Mjólkurþistill.

Gott ár / misty

BLEIK hátíð hjá okkur laugardaginn 1. október þar sem 20% af sölu dagsins rennur til átaksins.

Heimadekur

Heimadekur.is styrkir bleiku slaufuna um 10% af söluandvirði bleikra vara í október.

Emma Body Art

2.500 kr. af hverri nipplu götun dagana 10. - 14. október rennur til Bleiku slaufunnar.

Tribus

Gefa 200 kr. af hverjum seldum Face Halo Glow og Face Halo Cherry til styrktar Bleiku slaufunni.

Face Halo fæst hjá Beautybox, Heimkaup, @Home gjafavöruverslun Akranesi, Heimadekur Vestmannaeyjum, Shay á Selfossi, Svartir Svanir á Akureyri og í Siglufjarðarapóteki.

Centerhotels

Center Hotels styrkir Bleiku slaufuna með því að láta 50% af andvirði aðgangseyris í heilsulindirnar að Þingholti by Center Hotels og Miðgarði by Center Hotels dagana 8.- 14. október 2022.  Í heilsulindunum eru heitir pottar, gufubað, hvíldarrými og líkamsræktaraðstaða ásamt búningsklefum. Gestir heilsulindanna fá afnot af innskóm, baðsloppum og handklæði á meðan á dvöl stendur. Aðgangur að heilsulindunum er á 4500 kr. á mann og opið er alla daga frá 07:00 til 22:00. 

Bpro

True Divinity sléttujárn og bylgjujárn í bleikum litum eru seld í vefverslun Bleiku Slaufunnar. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins. 

Myndform

Myndform lagði til stórmyndina „Mrs. Harris Goes to Paris” sem frumsýnd var á opnunarhátíð Bleiku slaufunnar sem fram fór í Háskólabíói fimmtudaginn 29. september. 

Blank Reykjavík

Í tilefni af bleikum október ætlar Blank Reykjavík að láta 15% af sölu allra bleikra sængurverasetta frá Sekan Studio renna til Bleiku slaufunnar. 

Jógasetrið

Jógasetrið stendur fyrir möntrukvöldi með tónheilun til styrktar Bleiku slaufunni. Kvöldið fer fram föstudaginn 21. október kl. 19-20:30. Aðgangseyrir er kr. 4.000.

Barberia

Barberia styrkir Bleiku slaufuna með því að láta 20% af hárdekri renna til Bleiku slaufunnar. Innifalið í hárdekri er hárgreining og hárvörur við hæfi (prufur), fræðsla, „djúpnæringartrít”, höfuðnudd og kroppanudd í nuddstól.

Hildur Hafstein

Hildur Hafstein styrkir árlegt átak Bleiku Slaufunnar að þessu sinni með armbandi úr bleikum rose quartz og gullhúðuðu sterling silfri. Rose quartz er steinn ástarinnar. Hann veitir ró, slökun og stuðlar að innri frið, eflir jákvæðni og laðar að hamingjuna.


Verð armbandsins er 8.900 kr og rennur hluti söluverðs til Krabbameinsfélagsins.

Haustlaukakassar Eldblóma

20 stk af mismunandi haustlaukum, tvær tegundir bleikra páskalilja sem eru í óvanalegu formi, tvær tegundir túlípana í bleikum tónum, Parrot túlípanar og stærri „late-blooming” túlípanar.

Haustlaukarnir hafa verið valdir útfrá útliti og blómgunartíma en þeir munu springa út í fyrirfram ákveðinni röð. Þú velur skjólgóðan, sólríkan stað og setur þá niður sem fyrst, 15 cm niður og 3 cm á milli lauka.

:: Nánari upplýsingar

Kakí Hafnarfirði

Styrkja Bleiku slaufuna um 500 kr. af hverju seldu lavender room spray frá Ilmur Ísland í október. Íslensk framleiðsla úr hágæða olíum, einstaklega róandi, bætir svefn og gefur góðan og ferskan ilm fyrir rúmfatnaðinn.

Curvy

15% af sölu allra bleikra vara rennur til Bleiku slaufunnar.

Rigel

Bleiku töskurnar, City og Mayfair eru framleiddar sérstaklega fyrir bleikan október og seldar á vef Rigel.is. Af hverri seldri tösku renna kr. 5.000 til Bleiku slaufunnar.

Hjá Höllu

Bjóða upp á rauðrófusafa sem er fallega bleikur á litinn og mun allur ágóði af sölu hans renna til Bleiku Slaufunnar.

Tertugallerý Myllunnar

Bjóða upp á nokkrar bleikar vörur og mun 15% af andvirði sölunnar renna til Bleiku slaufunnar.

Reykjavík Asian

Í október útbýr Reykjavík Asian þrjár gerðir af bleikum sushi-bökkum og gefur 10% af andvirði þeirra til Bleiku slaufunnar. Fáðu þér gómsætt sushi og styrktu með okkur gott málefni. 

Epal

20% af söluvirði bleikra Frederik Bagger vara renna til Bleiku slaufunnar í október.

Húsasmiðjan og blómaval

Bleika októberstjarnan er til sölu í öllum verslunum Blómavals og Húsasmiðjunnar um land allt. Októberstjarnan er fagur bleikt afbrigði af hinni klassísku jólastjörnu sem ræktað er til stuðnings Bleiku slaufunnar.

„Við hvetjum fólk til að lífga upp á bæði heimili og vinnustaði með þessu fallega, skærbleika blómi og styrkja um leið mikilvægt átak sem snertir okkur öll,“ segir Diana Allansdóttir, deildarstjóri hjá Blómaval, og bætir við að salan hafi aukist ár frá ári og að þau reikni með að selja á bilinu 1-2.000 októberstjörnur á meðan birgðir endast í október.

Álfagull

Af hverju seldu gjafasetti í október renna 500 kr. til Krabbameinsfélagsins.

Gullið mitt

Gullið mitt gefur 20% af seldri básaleigu út október óháð tímabils til Bleiku slaufunar.

Dans og Jóga

Dans og Jóga Hjartastöðin verður með Bleikan dag til styrktar Bleiku slaufunnar laugardaginn 15. október 2022. Allir sem vilja koma til okkar þennan dag eru hvattir til að kaupa Bleika passann og nota hann sem aðgangseyri. Allar tekjur af sölu Bleika passans rennur beint til söfnunar Bleiku slaufunnar.

Móri - Heimili dýranna

Móri styrkir Bleiku slaufuna með því að gefa 15% af söluandvirði af öllum keyptum Tweed slaufum í október. 
Slaufurnar koma í fjórum fallegum litum. 

Hopp

Hoppaðu til styrktar bleiku slaufunni í október

Notendur Hopp Reykjavík styrkja Bleiku slaufuna í október. Startgjaldið á öllum bleikum skútum Hopp Reykjavík rennur því óskert til Krabbameinsfélagsins.

Kramhúsið

Við dönsum og styrkjum Krabbameinsfélagið föstudaginn 14. október. Margrét Erla Maack leiðir tímana. Bossaskvettur, streitulosun og glæsilegur upptaktur fyrir helgina. Tíminn kostar 2.900 kr. og rennur allur ágóði tímans til Krabbameinsfélagsins.

Hafið

Hafið býður upp á gómsæta Klaustursbleikju í Píri Píri á 2.790 kr. kg. í október. 10% af allri sölu í október af þessum rétti renna til Bleiku slaufunar.

Gulli Arnar

 Gulli Arnar selur bleikan eftirrétt 14. október og renna 60% til Bleiku slaufunnar.

Timberland

Timberland gefur 20% af andvirði Timberland Boots sem seldir eru á bleika daginn, 14. október.

Bagel n Co

Bagel n Co munu bjóða upp á bleika snúða á bleika deginum, 14. október, og mun allur ágóði af sölunni renna til Bleiku slaufunnar.

Útgerðin Ólafsvík

Útgerðin styrkir Bleiku slaufuna um 10% af öllu söluandvirði dagana 12.-16. október.

Síða 2 af 3

Adotta CBD Reykjavík

15% af söluandvirði af 22% Premium olíu og kremum renna til Bleiku slaufunnar.

Hérastubbur bakari

Bleikar veitingar á bleika daginn. 1.000kr af hverri bleikri köku renna til Bleiku slaufunnar á Bleika deginum 14. október.

KINEMA

Kinema, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands, halda að halda viðburð til að styrkja átakið.

Marpól ehf.

20% af söluvirði seldra ryksuga í október renna til Bleiku slaufunnar. 

Perform

Styrkir Bleiku slaufuna um 5% af öllum Womens Best vörum og Amino Energy Strawberry Burst og Amino Energy Watermelon.