Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf í þínum aðstæðum?

Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf í þínum aðstæðum?

Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfar krabbameinsgreiningar hjá ástvini sínum. Þeir taka þá gjarnan á sig aukna ábyrgð og skyldur en setja sínar eigin þarfir til hliðar. Það getur reynst flókið að huga að þörfum þess nákomna sem greinst hefur með krabbamein á sama tíma og þú ert að takast á við alls konar tilfinningar og breytingar í lífinu.

Við bjóðum upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun, ýmis námskeið og hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks með krabbamein.

Algengar ástæður þess að fólk nýti sér ráðgjöfina

  • Ég finn fyrir depurð.
  • Ég þarf að koma athugasemd á framfæri.
  • Ég finn fyrir kvíða.
  • Ég upplifi sorg.
  • Ég hef áhyggjur af fjárhagnum.
  • Ég er aðstandandi og þarf stuðning og ráðleggingar.
  • Mig vantar upplýsingar um þjónustu, stuðning og réttindamál.
  • Ég þarf fræðslu um hvernig ég ræði við börnin mín um krabbamein.
  • Ég fékk slæmar fréttir í dag og þarf tala við einhvern.

Kynntu þér fræðsluefni Ráðgjafarþjónustunnar fyriraðstandendur.

Hringdu  í síma 800 4040 og spjallaðu við okkur um það sem þér liggur á hjarta. Stundum er gott að ræða málin við utanaðkomandi aðila.