Sparislaufan 2022

Sparislaufan kemur í takmörkuðu upplagi Tryggðu þér eintak

Orrifinn Skartgripir er hönnunarteymi Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasonar. Við hönnunina á slaufunni sóttu þau í hugmyndaheim vinsælustu skartgripalínu sinnar, Fléttu. Merking fléttunnar þótti þeim eiga einstaklega vel við hugmyndafræði Bleiku slaufunnar.
Í hönnunarferlinu skoðuðu þau merkingarheim fléttunnar og hvað fléttan táknar. Sameining, vinátta og ást er rauði þráðurinn í merkingu hennar. 

Þegar við sýnum hvert öðru stuðning erum við eins og þræðirnir í lokkunum sem saman mynda fléttuna. Við erum sterkust saman eins og átak Bleiku slaufunnar hefur sýnt og sannað. Við gerð spariútgáfu slaufunnar ákváðu Helga og Orri að notast við silfur en silfrið er oxiderað til að ná meiri dýpt í fléttumynstrið. Lokahnykkurinn í hönnuninni er eðalsteinninn rúbínn sem setur slaufuna í sparibúning. Rúbínninn er þræddur í enda slaufunnar með 14 kt. gullvír.

Verðið er 19.900 kr. og er hún afhent í fallegri gjafaöskju.

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum og tileinkuð öllum þeim sem takast á við krabbamein.

Takk fyrir stuðninginn, takk fyrir að sýna lit. 

Sölustaðir eru vefverslun Krabbameinsfélagsins & Skógarhlíð 8, orrifinn skólavörðustíg 43 og Meba Kringlunni.

 

 

Sparislaufan 2022 verður afhjúpuð í Háskólabíói á Opnunarhátíð Bleiku slaufunnar 29. september