Textar um slauf­urnar

Bleika slaufan:

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR eftir Unni Eir) eru hönnuðirnir á bak við Bleiku slaufuna í ár. Hönnun slaufunnar er innblásin af samstöðu og minnir á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni.

Steinarnir í slaufunni eru ólíkir að forminu til og tákna þannig margbreytileika okkar og þéttan stuðning samfélagsins. Bleiki liturinn er táknrænn fyrir þessa samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Verum bleik – fyrir okkur öll.

Takk fyrir stuðninginn.

Sparislaufan:

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR eftir Unni Eir) eru hönnuðirnir á bak við Bleiku slaufuna í ár. Hönnun slaufunnar er innblásin af samstöðu og minnir á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni.

Sparislaufan er úr 18k gullhúðuðu 925 silfri og bleikir zirkon steinar í ólíkum formum klæða slaufuna í sparibúning. Slaufan er þrædd upp á gullhúðaða keðju sem er demantsskorin til að það stirni fallega á hana. Við erum öll ólík, en þegar erfiðleikar steðja að komum við saman og myndum eina heild. Steinarnir í slaufunni tákna þannig margbreytileika okkar og þéttan stuðning samfélagsins.

Bleiki liturinn er táknrænn fyrir þessa samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Verum bleik – fyrir okkur öll.

Takk fyrir stuðninginn.