Stelpur stöndum saman og virkjum vináttuna!

Þátttaka kvenna á Íslandi í skimun fyrir krabbameinum hefur minnkað síðustu ár. Þessu vill Krabbameinsfélagið snúa við, með hjálp vinkonuhópa landsins.

Samstöðukraftur kvenna er magnaður. Það sýna vinkonuhópar sem halda hópinn, jafnvel svo áratugum skiptir, í gegnum súrt og sætt, veita ómetanlegan stuðning á erfiðum stundum og hvatningu þegar á þarf að halda. Til dæmis hvatningu um að mæta í skimun. 

Hver vinkonuhópur er auðlind, hvort sem það er saumaklúbbur, kór, gönguklúbbur, matarklúbbur, veiðiklúbbur, hjólaklúbbur, golfklúbbur eða jafnvel kvennaklúbbur karlakórs.  

Við getum komið í veg fyrir krabbamein - skimun bjargar mannslífum! 

Tökum nú höndum saman. Þið skráið hópinn, með eða án nafns hópsins, einn tengilið og aðra meðlimi ef þið viljið, því fleiri því betra, og Krabbameinsfélagið sendir ykkur hagnýta fróðleiksmola til að minna ykkur á þátttöku í skimun!   

Föstudaginn 26. október var einn vinkonuhópur dregin út og fékk sá heppni ferðavinning að upphæð 300.000  krónur frá Heimsferðum. Sjá myndband.

Stuðningur Heimsferða var ekki aðeins fólgin í þessum rausnarlega ferðavinningi því dagana 12.-31. október rann andvirði einnar Bleikrar slaufu, 2.500 krónur, af hverri ferðabókun til Krabbameinsfélagsins. 

Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir ómetanlegan stuðning!


Meðlimir hópsins:

Til að fyrirbyggja ruslpóst: