Viltu koma á námskeið og fyrirlestra sem upplýsa, efla og styrkja?

Krabbameinsfélagið býður upp á fjöldan allan af námskeiðum, fyrirlestrum og viðburðum fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.

Við bjóðum upp á fjölda námskeiða og fyrirlestra sem hafa að markmiði að mæta þörfum þess breiða hóps sem til Krabbameinsfélagsins leitar. Flest námskeið og fyrirlestrar eru fólki að kostnaðarlausu en stöku námskeiði fylgir vægt skráningargjald.

Dæmi um fræðslu og námskeið sem haldin eru reglulega:

 • Hugræn atferlismeðferð (HAM)
 • Hugræn atferlismeðferð (HAM) við svefnvandamálum
 • Gott útlit–betri líðan fyrir konur í krabbameinsmeðferð
 • Minni og einbeiting
 • Núvitund og samkennd
 • Núvitund fyrir ungmenni (16-22 ára) sem misst hafa ástvin
 • JógaNidra
 • Mín leið eftir meðferð við brjóstakrabbameini

Kynntu þér dagskrána.

Dæmi um viðburði og fyrirlestra sem haldnir hafa verið í gegnum tíðina eru:

 • Kastað til bata  
 • Karlarnir og kúlurnar
 • Kynlíf og krabbamein
 • Hvíldarhelgi á Eiðum  
 • Kúnstin að nærast á 21. öldinni
 • Óður til framtíðar. Málþing um líknarþjónustu.
 • Ráðstefnur og málþing um mismunandi tegundir krabbameina, ristilkrabbamein, blöðruhálskirtilskrabbamein, brjóstakrabbamein og krabbamein í kvenlíffærum.
 • Hádegisfyrirlestrar - Einu sinni til tvisvar í mánuði eru hádegisfyrirlestrar um mismunandi málefni

Skráðu þig á póstlistann og fylgstu með dagskránni.