Viltu hitta einhvern sem er í svipuðum sporum og þú?

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Stuðningsnet Ráðgjafarþjónustunnar og Krafts

Kraftur og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands bjóða upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og  fyrir aðstandendur. Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með  krabbamein eða eru aðstandendur. Þeir hafa allir lokið stuðningsfulltrúanámskeiði hjá sálfræðingi Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar.

Ef þú hefur áhuga á að ræða við stuðningsfulltrúa getur þú haft samband í síma 866 9618 alla virka daga frá kl. 8:30 til 16:30. Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar svarar öllum beiðnum um jafningjastuðning.

Stuðningurinn getur farið fram í síma, í tölvupósti eða þið getið mælt ykkur mót. Einnig er hægt að óska eftir því að fá að ræða við einhvern sem er á svipuðum aldri, af sama kyni, og/eða hefur greinst með sömu tegund krabbameins. Reynt er að verða við óskum þínum ef hægt er. Öll samtöl eru trúnaðarmál.

Hægt er að lesa sér nánar til um  Stuðningsnet Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar

Stuðningshópar

Á vegum Krabbameinsfélagsins starfa ellefu stuðningshópar krabbameinssjúklinga og aðstandenda.  Þeir bjóða meðal annars upp á jafningjafræðslu.

Stuðningshóparnir hafa aðstöðu hjá Ráðgjafarþjónustunni að Skógarhlíð 8.  Einnig eru stuðningshópar starfandi á landsbyggðinni.

Upplýsingar um stuðningshópa sem hittast reglulega hjá Ráðgjafarþjónustunni að Skógarhlíð 8. 

Rannsóknir sýna að þeim sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði.  Þeir eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið.