Vantar þig upplýsingar tengdar vinnu, fjárhag og réttindum?

Þegar fólk veikist af alvarlegum sjúkdómi eru fyrir hendi ýmis úrræði í samfélaginu. 

Fólk stendur þá oft misjafnlega að vígi hvað áunnin réttindi varðar. Hjá Krabbameinsfélaginu getum við leiðbeint fólki um réttindamál og vísað til viðeigandi aðila sem veita faglega aðstoð.

Lög um almannatryggingar, félagsþjónustu sveitarfélaga og félagslega aðstoð eiga að tryggja að allir njóti lágmarksframfærslu. Við þessar aðstæður nýtir fólk fyrst rétt sinn á vinnumarkaði en þegar honum lýkur taka sjúkrasjóðir stéttarfélaganna við. Þegar greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga falla niður geta tekið við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða félagsþjónustu sveitarfélaga. Greiðslur til sjúklinga eru þannig háðar öðrum tekjum og áunnum réttindum fólks á vinnumarkaði.

Ekki hika við að hafa samband og fá leiðsögn varðandi réttindi þín og stöðu á vinnumarkaði.

Nánari upplýsingar um réttindi í veikindum.