Ása Sigríður Þórisdóttir 6. október 2023

Fylgstu með brjóstunum og þekktu einkennin

Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líkegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega.

Þekktu líkama þinn, þá tekur þú frekar eftir breytingum. Gott er að vera við spegil. Í flestum tilfellum er einkenni þó ekki vegna krabbameins en mikilvægt er að fá úr því skorið.

Kennslumyndband og leiðbeiningar um brjóstaþreifingu

https://youtu.be/4EXctYN3Bgo

Ef þú verður vör við einkenni eins og lýst er á myndunum hér fyrir neðan eða önnur einkenni skaltu hafa samband við heimilislækni eða Brjóstamiðstöð Landspítala í síma 543 9560 eða á brjostamidstod@landspitali.is .

Ekki gleyma skimun, það er líka mikilvægt að mæta í hana þegar þú færð boð!

Teikningar