Hefur þú þörf fyrir stuðning og spjall?

Krabbameinsfélagið býður upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Við erum til staðar þegar á þarf að halda.

Til staðar eru hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur og para- og kynlífsráðgjafi. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl til stuðnings og ráðgjafar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Það getur verið gott að setjast niður og ræða málin. Við erum tilbúin að hlusta og liðsinna þér. 

Markmið okkar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upplýsingar. Hjá okkur fá þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra ráðgjöf, fræðslu og upplýsingar  þjónustu sem í boði er.

Ráðgjafarþjónustan er öllum opin og hægt er að koma án þess að gera boð á undan sér. 

Hægt er að hafa samband við starfsmenn Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í tölvupósti á netfangið radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040 alla virka daga til að spjalla eða bóka tíma hjá hjúkrunarfræðingi, félagsráðgjafa eða sálfræðingi.