bleika slaufan
Þú getur enn styrkt átakið með því aðkaupa Bleiku slaufuna, hannaða af Orr.
Takk fyrir þátttökuna í Bleika uppboðinu

Við þökkum öllum þeim sem fjölmörgu lögðu hönd á plóg, við að gera Bleika uppboðið að veruleika og styðja þannig við sölu á Bleiku slaufunni og auka árvekni og vitund um krabbamein í konum. 

Bæði þeim sem buðu í hlutina á uppboðinu, þeim sem lögðu þá fram og ekki síður öllu því óeigingjarna fólki sem hjálpaði til á bak við tjöldin.

Allt fé sem safnaðist á þessum 10 dögum uppboðsins rennur til Krabbameinsfélagsins, ásamt ágóðanum af sölu slaufunnar — að ógleymdu því fé sem rennur frá ótal aðilum af sölu ýmiss varnings í október.

Takk fyrir okkur.

SkilaboÐ til kvenna
  • Ekki reykja eða nota munn- og neftóbak.
  • Hreyfðu þig að minnsta kosti hálfa klukkustund á dag.
  • Borðaðu hollan og fjölbreyttan mat.
  • Forðastu að vera of þung.
  • Takmarkaðu neyslu áfengra drykkja.
  • Verndaðu húðina fyrir sól og farðu ekki í ljósabekki.
  • Mættu reglulega í leghálsskoðun eftir tvítugt og í brjóstamyndatöku eftir fertugt.
Með heilbrigðum lífsstíl er hægt að koma í veg fyrir þriðja hvert krabbamein
Augnablik
Verið er að sækja næsta uppboð
Bleikir morgnar — Tvíhöfði

Mikið væri nú gott að fá Tvíhöfðann sinn aftur í útvarpið. Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson snúa aftur með einn sílspikaðan Tvíhöfðaþátt þann 30. október, þar sem þeir félagarnir taka yfir virka morgna á Rás 2. Bjóddu rétta upphæð í tvíeykið og vertu kostunaraðili þáttarins.

Hæsta boð: Hamborgarafabrikkan

Ath. hæsta boð er uppfært um leið og tilboð hefur verið staðfest.

Tími eftir af uppboði
::
Hæsta boð
375.000 kr.
Fjöldi boða
24
Deilum boðskapnum
  
Uppboði er lokið