Saga Bleiku slaufunnar

Fyrsta árveknisátakið undir nafni Bleiku slaufunnar hér á landi var í október 2000.

Þetta var árveknisátak á vegum Krabbameinsfélagsins í samvinnu við Samhjálp kvenna en að frumkvæði heildverslunarinnar Artica, umboðsaðila Estée Lauder. Tæpum áratug áður hafði þetta bandaríska snyrtivörufyrirtæki farið að notað bleika slaufu sem tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Fyrstu árin var bleikri tauslaufu dreift og tekið við framlögum til stuðnings baráttunni. 

Síðan 2007 hafa verið seldar sérhannaðar slaufur til styrktar átakinu. Hér að neðan er hægt að sjá myndir og sögu slaufunnar frá 2007. 

Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn brjóstakrabbameins en frá árinu 2010 hefur athyglin beinst að öllum krabbameinum hjá konum hér á landi. Farið var að lýsa mannvirki í bleikum lit hér á landi í október 2001. Þá hefur Hreyfill stutt átakið frá 2007 og skipti út hinu hefðbundna gula taxaljósi í bleikt ljós. Fjöldi annarra fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga hafa tekið þátt í árvekniátaki Bleiku slaufunnar og sýnt þannig stuðning við baráttuna gegn krabbameinum hjá konum.

Allarbleikar