Bleika boðið

Góðgerðardagur Kringlunnar "Af öllu hjarta" var haldin fimmtudaginn 29. september og var tileinkaður Bleiku slaufunni. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Bleiku slaufunnar, bauð fjöldi verslana uppá glæsileg tilboð og var Bleika slaufan til sölu í verslunum Kringlunnar. 

Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar verður varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini.

Við viljum bjóða þér sérstaklega að vera með okkur í Bleika boðinu um kvöldið og njóta skemmtidagskrár, spennandi kynninga og veitinga. Verslanir opna kl. 10:00.
Dagskráin hófst kl. 12:20 þegar forsetafrú Íslands, frú Eliza Reid, afhjúpaði Bleiku slaufuna 2016.

Hönnuðir Bleiku slaufunnar, gullsmiðirnir Unnur Eirog Lovísa, kynntu silfurslaufuhálsmenið við verslunina Meba.

Tolli málar með börnum
Listamaðurinn Tolli leggur málefninu lið og verður með listasmiðja með börnum af leikskólanum Stakkaborg í göngugötunni frá kl. 13:00. Saman vinna þau listaverk sem er tileinkað Bleiku slaufunni. Verkið verður til sölu og andvirði verksins rennur í söfnunina.

Bleika búðin

Í tilefni dagsins opnar pop-up verslun í göngugötunni þar sem bleikar vörur af öllu tagi verða til sölu og allur ágóði rennur til Bleiku slaufunnar.

Síðdegisskemmtun fyrir börnin:

Kl. 17:00 Ævar vísindamaður
Kl. 17:30 Lalli töframaður
Kynning í göngugötu á nuddmeðferð fyrir ungabörn.
Veitingar í boði.

Bleika boðið kl. 20:00 - 22:00

Bleika slaufan býður upp á skemmtikvöld í Kringlunni þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Kynnir Bleika boðsins er Rikka.
Fjölmargir listamenn koma fram á sviði í göngugötu.  Þau eru: Ari Eldjárn, Glowie, Þórunn Erna Clausen, Gréta Salóme, Kristjana Stefáns, Unnur Sara Eldjárn og Margrét Arnardóttir

Allir listamenn sem taka þátt í deginum gefa vinnu sína.

Boðið verður upp á veitingar um allt hús
Fræðslukynning frá Krabbameinsfélaginu 

Velkomin í Kringluna og gefum saman!