Þekktu einkennin

Það gæti bjargað lífi þínu

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum og hafa lífshorfur batnað verulega undanfarin ár. Það er einnig eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á snemmstigum með skipulagðri hópleit.

Helstu einkenni

  • Hnútur eða fyrirferð í brjósti, oft harður eða þéttur og sjaldan aumur.
  • Hnútur í handarkrika.
  • Inndregin húð eða geirvarta. 
  • Blóðug eða glær útferð frá geirvörtu.
  • Exemlíkar breytingar á geirvörtu eða sár sem ekki grær.
  • Verkir og eymsli. 

Ef þú hefur eitthvert ofangreindra einkenna þá ráðleggjum við þér að leita til læknis eða hjúkrunarfræðing á Leitarstöðinni.

Viltu vita meira?

Nánari upplýsingar um brjóstakrabbamein er að finna á vef Krabbameinsfélagsins.