Vantar þig upplýsingar tengdar vinnu, fjárhag og réttindum?

Margir sem greinast með krabbamein kvíða framtíðinni og það á oft líka við um aðstandendur þeirra. Því er mikilvægt að nýta sér faglega aðstoð, upplýsingar og ráðgjöf sem í boði er. 

Við þessar aðstæður getur verið mikil hjálp í því að fara yfir stöðu sinna mála með aðstoð ráðgjafa. Gagnlegt getur verið að gera sér hugmyndir um þá framtíð sem í vændum er og oft er hægt að fyrirbyggja að léttvæg vandamál valdi áhyggjum og kvíða eða jafnvel depurð og þunglyndi. Því er mikilvægt að leita sér upplýsinga og aðstoðar og fá hjálp til að sækja um það sem fólk á rétt á í samfélaginu. 

Hjá Ráðgjafarþjónustunni veitum við ráðgjöf og upplýsingar um réttindi á vinnumarkaði, fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu. Einnig eru allar upplýsingar veittar um möguleika á endurgreiðslu eða styrkjum, ýmsan kostnað og hjálpartæki, tekjur í veikindum, þjónustu sem kann að vera í boði, til dæmis heimsendur matur og heimaþjónusta og fleira.

Ekki hika við að hafa samband og fá leiðsögn varðandi réttindi þín og stöðu á vinnumarkaði.

Nánari upplýsingar um réttindi í veikindum.