Hádegismálþing: Krabbameinsrannsóknir til framfara

Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi krabbameinsrannsókna og þeim miklu framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna.

Krabbameinsfélagið stendur fyrir hádegismálþingi á alþjóðlegum degi krabbameinsrannsókna fimmtudaginn 24. september.

Krabbameinsrannsóknir til framfara

24. september 2020 kl. 12:00-13:00.
Staðsetning: Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8, 4. hæð og streymt á www.krabb.is

Vegna sóttvarnarráðstafanna verður að gæta að fjöldatakmörkunum,
því er skráning nauðsynleg. SKRÁNING

Dagskrá:

Húsið opnar kl. 11:45. Léttar veitingar í boði.

  • 12:00-12:10 Setning.
  • 12:10-12:20 Fyrstu niðurstöður úr Áttavitanum, rannsókn á reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Krabbameinsfélaginu.
  • 12:20-12:35 Krabbameinsrannsóknir hjá börnum:

Gagnagrunnur um æðaleggi hjá krabbameinsveikum börnum. Valtýr Stefánsson Thors, Landspítala. Styrkt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.

Síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku: Heilsufar, lífsgæði og hjarta- og efnaskiptatengdir áhættuþættir á fullorðinsaldri. Vigdís Hrönn Viggósdóttir, Landspítala. Styrkt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.

  • 12:35-12:45 Hlutverk endurvinnslu í frumum í krabbameinum. Margrét Helga Ögmundsdóttir, Háskóla Íslands. Styrkt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.
  • 12:45-12:55 Gæðaskráning greiningar og meðferðar krabbameina á Íslandi. Laufey Tryggvadóttir og Helgi Birgisson, Krabbameinsfélaginu.