Áttaviti Krabbameinsfélagsins rannsakar reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein

Rannsóknin mun styðja við vinnu Krabbameinsfélagsins að bættum aðstæðum þeirra sem greinast með krabbamein og varpa ljósi á andlega og líkamlega heilsu þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Áttavitinn er rannsókn á vegum Krabbameinsfélagsins sem einstaklingum, 18 ára og eldri, sem greindust með krabbamein á árunum 2015 – 2019, býðst að taka þátt í. Markmiðið er að rannsaka reynslu þeirra af greiningar- og meðferðarferlinu.

Rannsóknin er unnin í samstarfi ýmissa vísindamanna innan Krabbameinsfélagsins, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Maskínu og Taktikal.

Allar upplýsingar um rannsóknina Áttavitann má finna hér.