Rannsóknir

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur styrkt 30 rannsóknir um alls 227 millj. kr. sl. 4 ár. Efniviður Krabbameinsskrár hefur verið nýttur í yfir 500 vísindarannsóknir. Nú stendur Krabbameinsfélagið fyrir rannsókn á reynslu fólks með krabbamein. Allur ágóði Bleiku slaufunnar árið 2020 rennur til krabbameinsrannsókna.


Hádegismálþing: Krabbameinsrannsóknir til framfara

Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi krabbameinsrannsókna og þeim miklu framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna.

Lesa meira

Málþing: Krabbameinsrannsóknir til framfara

Á alþjóðadegi krabbameinsrannsókna 24. september var markmiðið að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á mikilvægi krabbameinsrannsókna og þeim miklu framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra.

Lesa meira

Krabbameinsskrá gegnir mikilvægu hlutverki í að afla nýrrar þekkingar í heilbrigðisvísindum

Sérhæfing í skráningu, meðferð gagna, tölfræði og rannsóknum á faraldsfræði krabbameina. Forvarnir og hagsbætur fyrir krabbameinsgreinda.

Lesa meira

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins styrkir íslenskar krabbameinsrannsóknir

Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.

Lesa meira

Áttaviti Krabbameinsfélagsins rannsakar reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein

Rannsóknin mun styðja við vinnu Krabbameinsfélagsins að bættum aðstæðum þeirra sem greinast með krabbamein og varpa ljósi á andlega og líkamlega heilsu þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Lesa meira

Rannsaka frumustarfsemi sem hjálpar æxli að lifa af krabbameinsmeðferðir með styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins

Margrét Helga Ögmundsdóttir og Valgerður Jakobína Hjaltalín rannsaka, með styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins, ferli í frumum sem ver okkur fyrir krabbameinum en, ef æxli nær að myndast, hjálpar því að lifa af. Alls hafa 30 rannsóknir hlotið styrki að heildarupphæð 227 millj. kr. úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins sl. 4 ár.

Lesa meira

Rannsaka síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku með styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins

Ragnar Bjarnason og Vigdís Hrönn Viggósdóttir rannsaka, með styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins, síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku. Alls hafa 30 rannsóknir hlotið styrki að heildarupphæð 227 millj. kr. úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins sl. 4 ár.

Lesa meira

Munur á greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands og Svíþjóðar rannsakaður með gögnum úr Krabbameinsskrá

Rannsóknin, sem notaðist við gögn úr Krabbameinsskrá Íslands, sjúkraskrám Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri, var liður í innleiðingu gæðaskráningar brjóstakrabbameina. Úr efnivið Krabbameinsskrár hafa verið skrifaðar um 600 vísindarannsóknir.

Lesa meira

Byggði upp gagnagrunn um æðaleggi hjá krabbameinsveikum börnum með styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins

Valtýr Stefánsson Thors byggði upp, með styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins, gagnagrunn um æðaleggi hjá krabbameinsveikum börnum. Verkefnið hefur valdið vitundarvakningu á Barnaspítalanum. Alls hafa 30 rannsóknir hlotið styrki að heildarupphæð 227 millj. kr. úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins sl. 4 ár. 

Lesa meira