Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf?

Leitaðu aðstoðar hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Þar starfa hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafi.

Við bjóðum upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, ýmis námskeið og hagnýtar upplýsingar um hvar sé hægt að finna áreiðanlegar upplýsingar og til hvaða fagfólks heppilegast sé að leita. Ráðgjafarþjónustan er til staðar fyrir þá sem hafa áhyggjur af einkennum og þarfnast ráðgjafar um úrræði.

Hringdu  í síma 800 4040 eða sendu okkur línu á radgjof@krabb.is og kannaðu hvort við getum ekki lagt þér lið.