Einkenni krabbameins

Mikilvægt er að veita athygli þeim merkjum sem líkaminn kann að gefa um að heilsunni sé hætta búin. Viss einkenni vekja grun um krabbamein þó að vissulega geti þau einnig verið til marks um meinlausari kvilla.

 

Vertu meðvituð

Bæklingurinn: Skilaboð til kvenna

Nokkur einkenni sem konur ættu ekki að láta fram hjá sér fara: 

  • Breytingar á brjóstum (hnútur, sár, útferð, bólga, roði og/eða þykknun húðar)
  • Óreglulegar blæðingar og blæðingar eftir tíðahvörf 
  • Blæðing frá endaþarmi eða blóð í hægðum 
  • Útferð frá leggöngum 
  • Þaninn kviður og uppþemba
  • Óútskýrt þyngdartap eða þyngdaraukning
  • Viðvarandi hósti
  • Eitlastækkanir 
  • Óútskýrð þreyta sem minnkar ekki við hvíld
  • Breytingar á húð og slímhúð (til dæmis sár í munni sem gróa ekki, sár á kynfærum eða breytingar á fæðingarblettum) 

Einkennin hér að ofan geta vakið grun um krabbamein en geta einnig verið til marks um aðra sjúkdóma. Nauðsynlegt er að bregðast við einkennum því líkur á lækningu eru meiri því fyrr sem krabbamein greinast.

Vertu meðvitaður

Bæklingurinn:  Skilaboð til karla.

Nokkur einkenni sem karlar ættu ekki að láta fram hjá sér fara: 

  • Erfiðleikar við þvaglát eða blóð í þvagi
  • Þrálátur hósti og erfiðleikar við kyngingu
  • Blæðing frá endaþarmi eða blóð í hægðum
  • Óþægindi frá meltingarvegi
  • Óútskýrt þyngdartap eða þyngdaraukning
  • Viðvarandi þreyta sem minnkar ekki við hvíld
  • Eitlastækkanir
  • Hnútar, til dæmis í eistum
  • Breytingar á húð og slímhúð (til dæmis sár í munni sem gróa ekki, sár á kynfærum eða breytingar á fæðingarblettum) 

Einkennin hér að ofan geta vakið grun um krabbamein en geta einnig verið til marks um aðra sjúkdóma. Nauðsynlegt er að bregðast við einkennum því líkur á lækningu eru meiri því fyrr sem krabbamein greinast.

Hringdu  í síma 800 4040 eða sendu okkur línu á radgjof@krabb.is ef þú telur þig hafa einkenni krabbameins eða vilt fá ráðgjöf hjúkrunarfræðings.