12 leiðir til að draga úr líkum á krabbameini

12 leiðir til að draga úr líkum á krabbameini

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) og Evrópsku krabbameinssamtökin hafa tekið saman Evrópustaðal sem ætlað er að benda á 12 leiðir sem taldar eru getað dregið úr líkum á því að greinast með krabbamein. Evrópustaðallinn er kallaður ,,European Code Against Cancer" og hefur að geyma 12 þætti.

Smelltu hér til að kynna þér 12 leiðir til að draga úr líkum á krabbameini 

Tóbaksvarnir

Sennilega það allra besta sem þú getur gert fyrir þína heilsu er að nota ekki tóbak. 

Sígarettur

Hugsaðu þér vöru sem styttir líf fólks um 10 ár að meðaltali. Þessi vara er seld í matvörubúðum. Sígarettureykingar eru stórskaðlegar heilsunni og hafa engan heilsufarslegan ávinning. Kynntu þér nokkrar staðreyndir um sígarettur og leiðir til að hætta.

Munn- og neftóbak

Við heyrum stundum að munntóbak sé hættulaust en er það virkilega svo? Munntóbak er unnið úr plöntunni Nicotiana tabacum, eins og sígarettur. Það inniheldur fjölda efna og efnasambanda: geislavirk efni, krabbameinsvaldandi efni, nikótín, arsenik, blásýrusalt, blý og taugaeitur. Í íslensku neftóbaki er hrátóbak, ammoníak, salt og pottaska.  Kynntu þér nokkrar staðreyndir um munn- og neftóbak og leiðir til að hætta.

Rafsígarettur

Rafsígarettur hafa verið til sölu hér á landi síðustu ár en fyrstu rafsígaretturnar komu á markað fyrir um tíu árum. Könnun sem gerð var árið 2015 sýndi að 2,5% fullorðinna sögðust nota rafsígarettur, aðeins færri karlar 2% en konur 3%. Það sem vekur athygli er að hlutfallslega fleiri 15 ára börn (25%) hafa prófað rafsígarettur en fullorðnir einstaklingar (5%). Það vekur ugg því rannsóknir sýna að börn sem fikta við rafsígarettur eru líklegri til að byrja að reykja venjulegar sígarettur. Kynntu þér nokkrar staðreyndir um rafsígarettur og leiðir til að hætta.

Hringdu  í síma 800 4040 eða sendu okkur línu á radgjof@krabb.is ef þú hefur spurningar um  leiðir til að draga úr líkum á að fá krabbamein.