Hefur þú spurningar um krabbamein?

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins hjálpar þér að leita svara við þeim spurningum um krabbamein hvort sem það snýr að forvörnum, skipulagðri leit eða einkennum krabbameins. Við veitum upplýsingar, fræðslu og ráðgjöf.


Einkenni krabbameins

Mikilvægt er að veita athygli þeim merkjum sem líkaminn kann að gefa um að heilsunni sé hætta búin. Viss einkenni vekja grun um krabbamein þó að vissulega geti þau einnig verið til marks um meinlausari kvilla.

Lesa meira

Skipulögð leit að krabbameini

Vissir þú að einungis þrjú krabbamein uppfylla skilyrði um næga gagnsemi og skaðleysi með skipulagðri leit að krabbameinum á frumstigi? Það eru krabbamein í leghálsi, brjóstum og ristli. Öll krabbameinsleit miðast við að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða. 

 

Lesa meira

Vantar þig upplýsingar og ráðgjöf?

Leitaðu aðstoðar hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Þar starfa hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafi.

Lesa meira

Viltu fræðast um krabbamein?

Krabbamein er samheiti yfir u.þ.b. 200 mismunandi sjúkdóma sem skiptast hver um sig í marga undirflokka. Allir krabbameinssjúkdómar eiga það sameiginlegt að frumur einhvers staðar í líkamanum fara að fjölga sér stjórnlaust. Mikill munur getur verið á alvarleika sjúkdómsins og tegundum hans.

Lesa meira

12 leiðir til að draga úr líkum á krabbameini

12 leiðir til að draga úr líkum á krabbameini

Lesa meira