Vísindasjóður úthlutar 89 milljónum til 11 rannsókna
Allt fé sjóðsins kemur úr söfnunarfé Krabbameinsfélagsins, þar á meðal Bleiku slaufunnar
Þetta frábæra vísindafólk fékk afhenta styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins til að vinna að þróun þekkingar á orsökum og meðferð krabbameina ásamt líðan sjúklinga.
Þann 28. maí veitti Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins 11 styrki að upphæð 89 milljóna króna. Voru þar sjö styrkir til nýrra rannsókna og fjórir framhaldsstyrkir til rannsókna sem hafa áður fengið styrk. Er þetta stærsta úthlutun Vísindasjóðsins til þessa.
Þess má einnig geta að á undanförnum fimm árum (2017-2021) hefur Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins veitt 58 styrki, alls 316 milljónir króna, til 37 mismunandi rannsókna.
:: Lesa frétt í heild sinni.TAKK öll þið sem gerið þetta að veruleika með því að styðja Bleiku slaufuna og vera Velunnarar félagsins. Svona verða framfarir til framtíðar.