Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 18. október 2021

VERUM TIL - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október 2021 kl. 17:00-18:15

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október 2021 kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna,Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Málþingið fer fram 20. október kl.17:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 3. hæð. Einnig er boðið upp á streymi.

Dagskrá

  • Setning: Brynja Björk Gunnarsdóttir formaður Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna
  • Horfur íslenskra kvenna með brjóstakrabbamein: Helgi Birgisson yfirlæknir á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins
  • Gæðaskráning – hagur krabbameinsgreindra: Hrefna Stefánsdóttir sérfræðingur á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins
  • Brjóstaheilsa á tímamótum – Brjóstakrabbamein, mikilvægi skimunar og reynsla erlendis: Ólöf Kristjana Bjarnadóttir krabbameinslæknir á Landspítalanum
  • Brjóstaheilsa á tímamótum – Sjúkdómar í brjóstum / Aðgengi að sérfræðingsþjónustu og framtíðarsýn: Svanheiður Lóa Rafnsdóttir brjóstaskurðlæknir á Landspítalanum
  • Reynslusaga: Lára Guðrún Jóhönnudóttir
  • Umræður

Fundarstjóri: Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja

Málþinginu verður streymt í streymisveitu Krabbameinsfélagsins á slóðinni: livestream.com/krabb/verumtil

Þeir sem vilja vera á staðnum eru beðnir um að skrá sig hér.