Guðmundur Pálsson 17. október 2018

Vel heppnað málþing um brjósta­krabba­mein

Í gær fór fram málþing um brjóstakrabbamein undir yfirskriftinni „Doktor Google & Google Maps - hvernig verður vegferðin?

Málþingið var afar vel sótt og fróðleg erindi flutt við góðar undirtektir. Fjörugar umræður urðu í lokin enda málefnið brýnt og snertir marga. 

Málþinginu var streymt beint í streymisveitu Krabbameinsfélagsins og upptakan er vistuð þar fyrir þá sem vilja hlusta og sjá síðar meir.