Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 9. október 2019

Tvær gullslaufur komnar á uppboð - tilboðsfrestur rennur út 15.10 kl. 16:00

Guðbjörg Ingvarsdóttir í Aurum hefur sérsmíðað tvær gullslaufur sem nú er boðnar hæstbjóðanda til styrktar Bleiku slaufunni. Uppboðinu lýkur þriðjudaginn 15. október kl. 16:00.

Um er að ræða gullhálsmen - og nælu, þá einu sem framleidd er í átakinu í ár. Þessar aðalslaufur eru frábrugðnar hinum að því leyti að þær eru örlítið stærri og með bleikum demöntum sem eru manngerðir eða „lab grown“.

Hönnun Bleiku slaufunnar 2019 er undir áhrifum jákvæðni, vellíðunar, kvenlegrar orku og verndar.

„Þetta eru einstakir skartgripir og sannkölluð listasmíði hjá Guðbjörgu. Það verður spennandi að sjá hvar þessir kostagripir lenda eftir uppboðið og við hvetjum alla sem kunna að meta fallega og vandaða hönnun til að leggja þessum mikilvæga málstað lið,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Uppboð 2019

Til að taka þátt í uppboðinu er smellt á linkana hér að neðan. Uppboðinu lýkur þriðjudaginn 15. október kl. 16. Allur ágóði rennur beint til félagsins.

 

 • Bleika slaufan uppboð - hálsmenGullhálsmen:
  14 karata gull
  Steinn: Manngerður bleikur demantur (manngerðir demantar hafa sömu eiginleika og efnasamsetningu og náttúrulegir demantar)
  Keðja: 14 karata gull 45 cm
  Bjóða í gullhálsmen
 • Bleika slaufan - uppboð - nælaGullnæla:
  14 karata gull
  Steinn: Manngerður bleikur demantur (manngerðir demantar hafa sömu eiginleika og efnasamsetningu og náttúrulegir demantar)
  Bjóða í gullnælu


Hér má sjá myndband af framleiðslu gullslaufunnar:

https://youtu.be/8-RBCwr6wkA