Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 6. desember 2018

Gistinætur Bleiku svítunnar til stuðnings Bleiku slaufunni

Ár hvert er Bleika svítan á Icelandair hótel Reykjavík Natura tileinkuð baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Hluti af söluágóða herbergisins rennur til Krabbameinsfélags Íslands.

Ólöf Eiríksdóttir afhenti í dag Krabbameinsfélaginu styrk fyrir hönd Icelandair hótel Reykjavík Natura sem Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri KÍ, tók við fyrir hönd félagsins. Styrkurinn er hluti söluágóða Bleiku svítunnar á Reykjavík Natura, á tímabilinu nóvember 2017 til október 2018.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn Icelandair Hotel Reykjavik Natura.