Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 11. október 2019

Ronja Ræningjadóttir á Bleiku síðdegi í Húsdýragarðinum

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tekur þátt í Bleikum október og bauð ókeypis aðgang fyrir alla sem skörtuðu Bleiku slaufunni síðastliðinn miðvikudag. 

Það var bleik stemning í Laugardalnum þegar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn bauð upp á skemmtun með bleiku þema í garðinum. Ronja Ræningjadóttir kom í heimsókn og skemmti gestum með söng og dansi eins og henni einni er lagið við góðar undirtektir gesta. Garðurinn var lýstur að hluta með bleikum ljósum og lýsingin skapaði skemmtilega stemningu þegar rökkvaði. 

Krabbameinsfélagið þakkar Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kærlega fyrir vel heppnað síðdegi.